Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi

Höfundur: smh

Nú rétt í þessu var fyrsti ársfundur Bændasamtaka Íslands (BÍ) settur í Hofi á Akureyri.

Er ársfundurinn haldinn vegna breytinga á samþykktum BÍ á Búnaðarþingi 2015. Ársfundur er annars eðlis en Búnaðarþing, en fulltrúar á Búnaðarþingi hafa þó  einir atkvæðisrétt á ársfundinum.

Ársfundurinn kemur í stað Búnaðarþingsins annað hvert ár.  Þar verða ekki lagðar fram neinar ályktanir, en reikningar samtakanna fyrir árið 2016 verða afgreiddir og fjárhagsáætlun 2017.  Þar er kosinn skoðunarmaður og endurskoðanda til eins árs.

Sindri Sigurgeirsson flytur fundinum skýrslu um störf samtakanna, en ekki formlega setningarræðu eins og á Búnaðarþingi.

Fundargestir á ársfundi BÍ 2017.

Dagskrá ársfundarins verður tvískipt; fyrir hádegi eru hin eiginlegu aðalfundarstörf en eftir hádegi er ráðstefna undir yfirskriftinni Búskapur morgundagsins. þar sem fjallað verður um efnið frá mismunandi sjónarhornum.  Þar verður m.a. fjallað um nýjustu tækni, sjálfbærni í landbúnaði, verktöku til sveita og fleira.

Í kvöld er síðan bændahátíð í Hofi þar sem að Haraldur Benediktsson alþingismaður og fyrrum formaður BÍ stýrir veisluhöldum.

Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:

 

Ráðstefnudagskrá - Búskapur morgundagsins

föstudaginn 3. mars kl. 13.00-16.00

 

Setning ráðstefnu: Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ

 

Ávarp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra

 

Að stíga feti framar – nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði?

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður

 

Sjálfbærni í landbúnaði – tækifæri til aukinnar hagsældar

Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ

 

Straumar og stefnur í neytendamálum – breytingar á neytendamarkaði og samfélagsábyrgð

Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri, umhverfi - samfélag - lýðheilsa, hjá Krónunni

 

Kaffihlé

 

Nýjasta tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun

Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur

 

Vélaverktaka til sveita – tæknilausnir og hagkvæmni

Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli

 

Tækni við úrvinnslu búvara – rekjanleiki og upplýsingagjöf til neytenda

Brynjar Már Karlsson, nýsköpun og þróun hjá Marel

 

Pallborðsumræður fyrir kaffihlé og að erindum loknum

Ráðstefnustjóri: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...