Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Síðasta kalkúnabú landsins þarf að passa upp á að eiga alltaf nægar birgðir.
Síðasta kalkúnabú landsins þarf að passa upp á að eiga alltaf nægar birgðir.
Mynd / ghp
Fréttir 19. janúar 2024

Árstíðamunur í kalkúnarækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanfarin ár hefur kalkúnaframleiðslan hjá Reykjabúinu verið í hægum og stígandi vexti, segir Jón Magnús Jónsson framkvæmdastjóri.

Mesta neyslan á kalkúnakjöti sé frá þakkargjörðarhátíðinni fram að áramótum, ásamt örlitlum sölutoppi um páskana. Drjúg neysla sé þó yfir allt árið á smásölumarkaði og þá fari mikið inn á veitingahúsa- og mötuneytamarkaðinn.

Reykjabúið í Mosfellsbæ er eina kalkúnabúið á landinu. Aðspurður um áskoranir sem fylgi því segir Jón Magnús að þau þurfi að passa upp á að eiga alltaf nóg, sem þeim hafi tekist alllengi.

Þetta sé ekki stór markaður, sem skýri að hluta til af hverju þau séu síðasti kalkúnaræktandinn. Þá hafi verið ákveðin þrjóska að halda þessu úti og að vera ein eftir hafi ekki verið þeirra val.

Hann segir greinilegt að neytendur sækist eftir þeirra vörum og séu meðvitaðir um að velja innlenda framleiðslu í smásölu. „Hins vegar er þetta alltaf erfitt þar sem þú sérð ekki vörumerkið. Ef þú ferð á veitingastaði eða í veislu þá veistu ekki hvaðan þetta er nema að rannsaka það á staðnum,“ segir Jón Magnús.

Skylt efni: kalkúnarækt

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...