Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Asparskógur á Suðurlandi er fyrsta skráða verkefni Kolefnisbrúarinnar.
Asparskógur á Suðurlandi er fyrsta skráða verkefni Kolefnisbrúarinnar.
Fréttir 14. desember 2022

Asparskógur á Suðurlandi fyrsta skráða verkefnið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Loftslagsverkefnið Kolefnisbrúin er í eigu Bændasamtaka Íslands og skógarbænda.

Meginmarkmið þess er að koma á fót viðskiptasamböndum á milli bænda og þeirra aðila sem vilja minnka kolefnislosun sína, þar sem átt er í viðskiptum með svokallaðar kolefniseiningar. Nú er unnið að því að skrá fyrsta verkefnið inn í Kolefnisbrúna.

Kolefniseiningarnar verða til á landi bænda og annarra landeigenda – og geta gengið kaupum og sölum. Um vottaðar einingar verður að ræða, samkvæmt viðurkenndu ferli Skógræktarinnar.

Valur Klemensson, sérfræðingur BÍ í umhverfismálum.
Alþjóðlegur skráningargrunnur

Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Bænda­ samtökum Íslands, segir að verkefni Kolefnisbrúarinnar til framtíðar verði að fjölga verkefnum í kolefnisbindingu hjá landeigendum. Ýmis verkefni komi þar til greina; nýskógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis. Öll verkefni á vegum Kolefnisbrúarinnar verði skráð í Loftslagsskrá (International Carbon Registry), sem sé rafrænn alþjóðlegur skráningargrunnur fyrir loftslagsverkefni.

„Þeir sem vilja skrá loftslags­verkefni í Loftslagsskrá og gefa út kolefniseiningar þurfa að uppfylla ítarlegar kröfur í samræmi við alþjóðlegar meginreglur til loftslagsverkefna,“ segir Valur.

Tuttugu hektara svæði

Að sögn Vals er nú unnið að skráningu fyrsta verkefnis á vegum Kolefnisbrúarinnar í Loftslagsskrá en þar er um að ræða asparrækt á 20 hekturum á Suðurlandi.

„Verkefnið verður unnið samkvæmt stöðlum Skógarkolefnis, til að koma á fót viðurkenndu ferli við bindingu kolefnis með nýskógrækt.

Skógarkolefni skapar viðmið fyrir kolefnisbindingu með nýskógrækt á frjálsum markaði. Almenningur, stofnanir og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsbaráttunnar og binda kolefni fá þannig fullvissu um bindingu sína. Loftslagsskrá er í samstarfi við Skógræktina og eru skógarkolefniseiningar skráðar í Loftslagsskrá.“

Kolefnisbrúin sér um skráningu

Valur segir að fyrirkomulagið sé þannig að landeigandi leggi til land, safni asparstiklingum og sinni vinnu við plöntun, auk viðhalds á girðingum og sjálfum skógunum.

„Kolefnisbrúin sér um skráningu í Loftslagsskrá og þá vinnu sem skráningu fylgir, svo sem ræktaráætlun og samningagerð. Úttektir og vottun verkefna greiðist af einingum sem verða til við verkefni og sér landeigandi um að ráðstafa einingum til að standa straum af þeim kostnaði.

Hann segir að Kolefnisbrúin muni síðan setja upp kerfi til að bjóða upp kolefniseiningar, en þær séu eingöngu hugsaðar fyrir innanlandsmarkað og ekki færanlegar á milli landa.

Skylt efni: Kolefnisbrú

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...