Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áttu hugmynd fyrir sókn gegn matarsóun?
Mynd / Matarauður Íslands
Fréttir 2. apríl 2019

Áttu hugmynd fyrir sókn gegn matarsóun?

Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn blása til sóknar gegn matarsóun og biðla til almennings um að senda hugmyndir að íslenskum hráefnum sem eru vannýtt í matargerð. Þetta er ný nálgun á kynningarherferðinni þjóðlegir réttir á okkar veg sem við efndum til í fyrra.

Nemendur við Hótel og matvælaskólann útfæra hugmyndirnar þannig að úr verður óviðjafnanlegt hnossgæti. Í hádeginu 9. apríl í Mathöll Granda fær almenningur að smakka og velja bestu útfærsluna að þeirra mati. Í kjölfarið verður netkosning á vefsíðu Matarauðs Íslands þar sem uppskriftir, aðferðir og myndir af útfærslu nemanna verða birtar.

Þetta er sameiginleg vegferð okkar allra til að efla þekkingu og notkun á vannýttum hráefnum sem oft eru ódýr, auka fjölbreytileika í matargerð, efla ímynd matarmenningar og síðast en ekki síst vinna gegn matarsóun.

Ef skapast eftirspurn eftir vannýttu hráefni gefst tækifæri fyrir frumframleiðendur að bjóða upp á slíkt t.d.  í gegnum REKO-söluhringi á facebook. Að sama skapi geta hugmyndirnar og útfærsla orðið matarfrumkvöðlum að innblæstri til vöruþróunar.

Skelltu inn hugmynd að vannýttu hráefni í matargerð á www.mataraudur.is -Hver veit hvernig eða hvar þín hugmynd endar. Sumar hugmyndirnar í fyrra hafa ratað í tímarit, í fjölmiðla og í þýska matreiðslubók!

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...