Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í Þverárrétt 2022. Þveráraafréttur er sá eini í sveitarfélaginu Borgarbyggð sem er afgirtur.
Í Þverárrétt 2022. Þveráraafréttur er sá eini í sveitarfélaginu Borgarbyggð sem er afgirtur.
Mynd / ÁL
Fréttir 6. júlí 2023

Auglýst eftir smala

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Borgarbyggð birti á dögunum auglýsingu þar sem óskað er eftir aðilum til að sinna smölun ágangsfjár á fjallskilaumdæmi Þverárréttar.

Viðkomandi aðili þarf að geta brugðist við beðni sveitarfélagsins um að smala og keyra fé á afrétt, hafi eigendur ekki fjarlægt lausagöngufé sitt af þeim svæðum sem því er ekki heimilt að vera.

Sigrún Ólafsdóttir, formaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar, segir sveitarfélagið ekki vera að grípa til allsherjar banns við lausagöngu búfjár, heldur afmarkist þetta við fjallskilaumdæmi Þverárréttar. Frumkvæðið kemur frá fjallskilanefndinni sjálfri og verða bændur skyldaðir til að reka fé sitt á afrétt eða halda afgirtu á heimalöndum. Sigrún tekur fram að Þverárafréttur sé sá eini í sveitarfélaginu sem er afgirtur og því sé þetta eini staðurinn þar sem hægt er að leggja þessa kröfu á bændur.

Búfjáreigendur fá reikning

Samkvæmt Sigrúnu á þetta að vera lokaúrræði ef búfjáreigendur bregðast ekki við í tíma og sé fyrirkomulagið til reynslu til eins árs. Sveitarfélagið ætlar að horfa til þess hvað tekið er fyrir smölun á landsvísu og fá smalarnir greitt með hliðsjón af því. Viðkomandi búfjáreigendur munu þá fá reikning frá sveitarfélaginu. Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar 20. júní kom fram að virkjuð hefði verið 6. grein fjallskilasamþykktar númer 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárréttarupprekstrar.

Í áðurnefndri grein segir meðal annars: „Sveitarstjórnir fjallskilaumdæmisins geta skyldað ábúendur jarða sem afréttarnot hafa til að flytja fé sitt á afrétt telji hún þess þörf.“ Sveitarstjórnin segir til um hvenær opnað er fyrir rekstur fjár upp á afréttinn, en fram að því skuli bændur hafa féð heima. Ekki var talin ástæða til að breyta neinum reglum þar sem þessi grein var til staðar.

Sigrún segir að þegar greinin var virkjuð var ljóst að sveitarfélagið þyrfti að geta brugðist við kvörtunum um búfé, sem annaðhvort væri ekki á afrétti eða afgirt á heimalöndum.

Sveitarfélagið leiti því að vönum smölum, sem eiga þjálfaða hunda og búnað til að flytja fé, til að sinna útköllum.

Flóahreppur hefur jafnframt auglýst eftir aðila til að sinna smölun og vörslu ágangsfjár innan marka sveitarfélagsins. Þar er tekið fram að ef ágangsfé fer inn á afgirt svæði, skuli landeigendur snúa sér til sveitarstjórnar. Fjárhirðir Flóahrepps skal vera til taks ef eigendur búfjár bregðast ekki við umkvörtunum.

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...