Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjöldi innlendra og erlendra fræðimanna sóttu ráðstefnuna.
Fjöldi innlendra og erlendra fræðimanna sóttu ráðstefnuna.
Mynd / VH
Fréttir 28. september 2016

Aukin krafa um sjálfbærni beitilands

Höfundur: Vilmundur Hansen
Norræni genabankinn og Landgræðslan stóðu fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um búfjárbeit dagana 12. til 15. september síðastliðinn. Fjöldi innlendra og erlendra fræðimanna sóttu og héldu erindi á ráðstefnunni um efni sem tengjast beitarmálum á Norðurslóðum.
 
Beitarmál hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu enda hefur búfjárhald og beit umtalsverð áhrif á vistkerfi heimsins. Búfjárbeit á úthaga er einkum stunduð á jaðarsvæðum sem henta ekki til annars búskapar og hefur hún víða leitt til landeyðingar. Annars staðar hefur beit mótað menningarlandslag sem nú er metið til verðmæta sem ber að varðveita. 
 
Beit verður að stjórnast af fleiru en afköstum
 
Í kynningu vegna ráðstefnunnar segir að sífellt meiri kröfur séu gerðar um sjálfbærni og þar með um sjálfbæra nýtingu beitilands. Þess vegna dugir ekki lengur að hugsa eingöngu um afköst og hversu mikið sé hægt að framleiða hér og nú. Stjórn og stefnumótun í landbúnaðarmálum þarf að mótast af fleiru en því hversu mikið hægt er að framleiða. Þar er nefnd aðlögun og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, beit og landeyðingu, verndun beitarlandslags, beit og fæðuöryggi auk lagaumhverfis og stuðningskerfa beitarbúskapar.
 
Hamingjusamir kúrekar
 
Ola Jennersten, sem starfar fyrir World Wildlife Fund (WWF) í Svíþjóð, hélt erindi á ráðstefnunni sem hann kallar Happy cowboys and cowgirls, a necessity for future survival of semi-natural grassland. Í lauslegri þýðingu getur titillinn útlagst; Hamingjusamir kúrekar, nauðsyn fyrir framtíð og viðhald hálfvilltra beitarengja, og fjallar erindið um verndun og nýtingu beitarengja. 
 
Jennersten sagði í samtali við Bændablaðið að með hálfvilltum beitarengjum eigi hann við tegundafjölbreyttar engjar sem nýttar séu til beitar án þess að í þær hafi verið sáð eða þar sé gefinn áburður. „Slíkar engjar eru á undanhaldi í Svíþjóð sem er miður þar sem gróðurríki þeirra er mjög fjölbreytt og ólík ræktuðu graslendi sem í eru tiltölulega fáar tegundir gróðurs. Auk þess sem dýralíf er fjölbreyttara í hálfvilltum engjum en ræktuðu graslendi. Engjarnar geta einnig nýst fólki sem útivistarsvæði og eru sem slík að öllu leyti skemmtilegri og heilnæmari en ræktað land.“
 
Ástæðan fyrir hnignun engjanna að sögn Jennersten er að sífellt meira land er tekið undir ræktun á nytjaplöntum. „Í mínum huga eru bændur í lykilstöðu þegar kemur að verndun lands. Hlutverk þeirra er að framleiða matvæli og það sem mig langar er að þeir geri það á landi þar sem líffræðileg fjölbreytni er í forgangi og eykur gæði framleiðslunnar. 
 
Hugmyndin er einnig að gera neytendum grein fyrir því að þeir eru að kaupa matvæli sem eru ræktuð með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi og þannig gera þá viljugri til að greiða hærra verð fyrir framleiðsluna.“
 
Hærra verð fyrir engjakjöt
 
„Í Sviss er hægt að fá ost sem er unninn úr mjólk kúa sem er beitt á fjallaengjum og það eitt gerir ostinn þrisvar sinnum dýrari en annan ost og það sem meira er, hann selst mjög vel. Það sama á að vera hægt með aðrar afurðir af skepnum sem eru aldar á hálfvilltum engjum en ekki graslendi. 
 
Að mínu mati ætti svo hið opinbera að greiða bændum fyrir viðhald á engjum til almenningsnota og vinna þannig að almannaheill og slíkt er reyndar gert í löndum Evrópusambandsins.
 
Samtökin sem ég vinn fyrir hafa unnið að þessu í 25 ár og víða náð góðum árangri en hann er verri annars staðar eins og gengur enda eru bændur og ekki síst Bændasamtökin í Svíþjóð íhaldssöm og því oft erfitt að koma nýjum hugmyndum á framfæri.“
 
Dæmi frá Svíþjóð
 
Að sögn Jennersten er Örebro í Mið-Svíþjóð og nærsveitir gott dæmi um hvar vel hefur tekist með nýtingu á engjum. „Bændur í sveitunum í kringum Örebro hafa tekið að sér að hugsa um og vernda eitt af fallegustu vötnum í Svíþjóð, umhverfi þess og fuglalífinu sem tengist því. Verndunin felst meðal annars í hæfilegri nautgripabeit á votlendinu í kringum vatnið.
 
Kjötið af gripunum er selt í verslunum í Örebro og merkt sérstaklega sem kjöt af gripum sem beitt er við vatnið. Verðið sem fæst fyrir kjötið er almennt hærra en fæst fyrir annað kjöt. Það sem ekki selst á góðu verði á almennum markaði fer til elliheimila og í skóla- og leikskólamáltíðir.“ 


Ola Jennersten, hjá World Wildlife Fund í Svíþjóð, hélt erindi um
nýtingu hálfvilltra engja.                                                      Mynd / ÁÞ

 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...