Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kínverjar hafa aukið framleiðslu á alifuglakjöti mjög ört en hlutfallslega mesta framleiðsluaukningin er á Indlandi.
Kínverjar hafa aukið framleiðslu á alifuglakjöti mjög ört en hlutfallslega mesta framleiðsluaukningin er á Indlandi.
Fréttir 19. júlí 2019

Bandaríkjamenn á toppnum en Kínverjar á hraðleið fram úr

Höfundur: Hörður Kristinsson

Samkvæmt gögnum Efnahags­samvinnu­stofnunarinnar, OECD, og Matvæla- og landbúnaðar­stofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, þá hefur orðið umtalsverð aukning í framleiðslu á alifugla­kjöti á heimsvísu á síðustu tíu til tólf árum, eða um 29,2%.

Á árunum 2007 til 2009 var heimsframleiðslan á alifuglakjöti um 91,22 milljónir tonna á ári. Hún mun samkvæmt áætluðum tölum fyrir yfirstandandi ár vaxa í 117,85 milljónir tonna, eða um 29,2%. Mest er framleitt af kjúklingakjöti í Bandaríkjunum. Þar var framleiðslan 18,9 milljónir tonna á árunum 2007 til 2009, en nú er áætlað að hún verði á þessu ári 21,28 milljónir tonna. Það er 12,6% aukning á þessum tíu til tólf árum.

Kínverjar að ná Bandaríkjunum í framleiðslu alifugla

Kínverjar, sem eru í öðru sæti, hafa verið að auka sína framleiðslu á alifuglakjöti mjög ört. Þannig var framleiðsla þeirra 14,95 milljónir tonna á árunum 2007 til 2009. Hún er nú samkvæmt áætluðum tölum komin í 20,61 milljón tonna, sem er aukning um 37,8%. Að öllu óbreyttu munu Kínverjar skáka Bandaríkja­mönnum í fram­leiðslu alifugla á næstu tveim árum eða svo.

Brasilíumenn upp um eitt sæti

Í þriðja sæti á heimsvísu er Brasilía, sem framleiddi 11,48 milljónir tonna á árunum 2007 til 2009 og var þá í fjórða sæti. Þar er nú áætlað að framleidd verði 16,71 milljón tonna af alifuglakjöti á þessu ári. Það er aukning upp á 45,5%.

ESB tapar þriðja sætinu

Athygli vekur að nokkur stöðnun hefur verið í 27 löndum Evrópu­­sambandsins í alifugla­framleiðslunni í rúman áratug. Voru ESB löndin 27 í þriðja sæti á heimsvísu á árunum 2007 til 2009 með 11,53 milljónir tonna. Í ár er áætlað að niðurstaðan verði 11,84 milljónir tonna sem er langminnsti vöxturinn meðal sjö helstu framleiðslusvæðanna, eða 2,7%. Þar með dettur ESB niður fyrir Brasilíu og hafnar í fjórða sæti.

Hlutfallslega mestur vöxtur á Indlandi

Mesti hlutfallslegi vöxturinn á þessu tímabili hefur verið á Indlandi. Þar voru framleiddar 2,5 milljónir tonna af alifuglakjöti á árunum 2007 til 2009, en áætlun fyrir þetta ár gerir ráð fyrir 3,91 milljón tonna. Það er 56,4% aukning sem skilar Indlandi upp fyrir Mexíkó í fimmta sæti.

Mexíkó var í sjötta sæti með 2,58 milljónir tonna 2007 til 2009. Þar er nú get ráð fyrir 2,95 milljóna tonna framleiðslu á þessu ári sem er aukning upp á 14,3%.

Rússar með mikla aukningu

Í sjöunda sæti er Rússland. Þar voru framleidd 1,97 milljónir tonna á árunum 2007 til 2009. Nú er áætlað að framleiðslan fari í 2,92 milljónir tonna á þessu ári. Það er 48,2% aukning.  Miðað við hraðan vöxt og yfirlýst markmið yfirvalda í Rússlandi, má gera ráð fyrir að Rússland fari fljótt upp fyrir Mexíkó í framleiðslu á alifuglakjöti. 

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Lóu og spóa fækkar ört
Fréttir 10. apríl 2025

Lóu og spóa fækkar ört

Hljóðheimur íslenska sumarsins er að breytast því bæði lóum og spóum hefur fækka...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...