Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kínverjar hafa aukið framleiðslu á alifuglakjöti mjög ört en hlutfallslega mesta framleiðsluaukningin er á Indlandi.
Kínverjar hafa aukið framleiðslu á alifuglakjöti mjög ört en hlutfallslega mesta framleiðsluaukningin er á Indlandi.
Fréttir 19. júlí 2019

Bandaríkjamenn á toppnum en Kínverjar á hraðleið fram úr

Höfundur: Hörður Kristinsson

Samkvæmt gögnum Efnahags­samvinnu­stofnunarinnar, OECD, og Matvæla- og landbúnaðar­stofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, þá hefur orðið umtalsverð aukning í framleiðslu á alifugla­kjöti á heimsvísu á síðustu tíu til tólf árum, eða um 29,2%.

Á árunum 2007 til 2009 var heimsframleiðslan á alifuglakjöti um 91,22 milljónir tonna á ári. Hún mun samkvæmt áætluðum tölum fyrir yfirstandandi ár vaxa í 117,85 milljónir tonna, eða um 29,2%. Mest er framleitt af kjúklingakjöti í Bandaríkjunum. Þar var framleiðslan 18,9 milljónir tonna á árunum 2007 til 2009, en nú er áætlað að hún verði á þessu ári 21,28 milljónir tonna. Það er 12,6% aukning á þessum tíu til tólf árum.

Kínverjar að ná Bandaríkjunum í framleiðslu alifugla

Kínverjar, sem eru í öðru sæti, hafa verið að auka sína framleiðslu á alifuglakjöti mjög ört. Þannig var framleiðsla þeirra 14,95 milljónir tonna á árunum 2007 til 2009. Hún er nú samkvæmt áætluðum tölum komin í 20,61 milljón tonna, sem er aukning um 37,8%. Að öllu óbreyttu munu Kínverjar skáka Bandaríkja­mönnum í fram­leiðslu alifugla á næstu tveim árum eða svo.

Brasilíumenn upp um eitt sæti

Í þriðja sæti á heimsvísu er Brasilía, sem framleiddi 11,48 milljónir tonna á árunum 2007 til 2009 og var þá í fjórða sæti. Þar er nú áætlað að framleidd verði 16,71 milljón tonna af alifuglakjöti á þessu ári. Það er aukning upp á 45,5%.

ESB tapar þriðja sætinu

Athygli vekur að nokkur stöðnun hefur verið í 27 löndum Evrópu­­sambandsins í alifugla­framleiðslunni í rúman áratug. Voru ESB löndin 27 í þriðja sæti á heimsvísu á árunum 2007 til 2009 með 11,53 milljónir tonna. Í ár er áætlað að niðurstaðan verði 11,84 milljónir tonna sem er langminnsti vöxturinn meðal sjö helstu framleiðslusvæðanna, eða 2,7%. Þar með dettur ESB niður fyrir Brasilíu og hafnar í fjórða sæti.

Hlutfallslega mestur vöxtur á Indlandi

Mesti hlutfallslegi vöxturinn á þessu tímabili hefur verið á Indlandi. Þar voru framleiddar 2,5 milljónir tonna af alifuglakjöti á árunum 2007 til 2009, en áætlun fyrir þetta ár gerir ráð fyrir 3,91 milljón tonna. Það er 56,4% aukning sem skilar Indlandi upp fyrir Mexíkó í fimmta sæti.

Mexíkó var í sjötta sæti með 2,58 milljónir tonna 2007 til 2009. Þar er nú get ráð fyrir 2,95 milljóna tonna framleiðslu á þessu ári sem er aukning upp á 14,3%.

Rússar með mikla aukningu

Í sjöunda sæti er Rússland. Þar voru framleidd 1,97 milljónir tonna á árunum 2007 til 2009. Nú er áætlað að framleiðslan fari í 2,92 milljónir tonna á þessu ári. Það er 48,2% aukning.  Miðað við hraðan vöxt og yfirlýst markmið yfirvalda í Rússlandi, má gera ráð fyrir að Rússland fari fljótt upp fyrir Mexíkó í framleiðslu á alifuglakjöti. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...