Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Beint frá býli boðar fögnuð
Fréttir 14. ágúst 2023

Beint frá býli boðar fögnuð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Félagasamtökin Beint frá býli (BFB) standa fyrir fögnuði þann 20. ágúst næstkomandi í tilefni 15 ára afmælis félagsins.

Afmælishátíð verður haldin á sex stöðum á landinu með ólíku sniði eftir aðstæðum. Verkefnisstjóri þeirra er Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri. „Tilgangur afmælishátíðanna er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli og þeim heimavinnsluaðilum sem eru í slíkri starfsemi hér á landi og eru í félaginu.“ Gestgjafarnir eru Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir á Háafelli í Hvítársíðu fyrir Vesturland, Halldóra Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk á Barðaströnd fyrir Vestfirði, Sigrún Helga Indriðadóttir á Stórhóli í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Arna Mjöll Guðmundsdóttir og Fjóla Kim Björnsdóttir í Holtaseli í Eyjafjarðarsveit fyrir Norðurland eystra, Þorbjörg Ásbjörnsdóttir á Lynghóli í Skriðdal fyrir Austurland og Sölvi Arnarsson og Ísak Eyfjörð í Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir Suðurland.

Gestir kynnast lögbýli þar sem starfsemi beint frá býli fer fram og geta notið þess sem þar er boðið upp á, ásamt ýmsu fleiru í tilefni dagsins. Félagsmenn landshlutans munu mæta til að kynna og selja sínar vörur. Viðburðurinn fer fram milli kl. 13–17 og er haldinn í samstarfi við landshlutasamtök hvers landshluta og markaðsstofu Vestfjarða. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Beint frá býli og á samfélagsmiðlum

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...