Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Beint frá býli boðar fögnuð
Fréttir 14. ágúst 2023

Beint frá býli boðar fögnuð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Félagasamtökin Beint frá býli (BFB) standa fyrir fögnuði þann 20. ágúst næstkomandi í tilefni 15 ára afmælis félagsins.

Afmælishátíð verður haldin á sex stöðum á landinu með ólíku sniði eftir aðstæðum. Verkefnisstjóri þeirra er Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri. „Tilgangur afmælishátíðanna er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli og þeim heimavinnsluaðilum sem eru í slíkri starfsemi hér á landi og eru í félaginu.“ Gestgjafarnir eru Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir á Háafelli í Hvítársíðu fyrir Vesturland, Halldóra Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk á Barðaströnd fyrir Vestfirði, Sigrún Helga Indriðadóttir á Stórhóli í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Arna Mjöll Guðmundsdóttir og Fjóla Kim Björnsdóttir í Holtaseli í Eyjafjarðarsveit fyrir Norðurland eystra, Þorbjörg Ásbjörnsdóttir á Lynghóli í Skriðdal fyrir Austurland og Sölvi Arnarsson og Ísak Eyfjörð í Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir Suðurland.

Gestir kynnast lögbýli þar sem starfsemi beint frá býli fer fram og geta notið þess sem þar er boðið upp á, ásamt ýmsu fleiru í tilefni dagsins. Félagsmenn landshlutans munu mæta til að kynna og selja sínar vörur. Viðburðurinn fer fram milli kl. 13–17 og er haldinn í samstarfi við landshlutasamtök hvers landshluta og markaðsstofu Vestfjarða. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Beint frá býli og á samfélagsmiðlum

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...