Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú.
Mynd / smh
Fréttir 31. maí 2021

Biobú kaupir Skúbb

Höfundur: smh

Biobú hefur keypt meirihlutann í ísgerðinni Skúbb, sem hefur selt lífrænt vottaðan ís frá stofnun árið 2017 á Laugarásvegi.

Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, segir að þau þekki Skúbb mjög vel enda selt þeim mjólk frá upphafi. „Skúbb hefur notað lífræn hráefni þar sem því var viðkomið og er stefnan að sækja um vottun á þeim ístegundum sem hægt er að fá vottun á.“

Ísgerðin komin á fullt

„Við erum rétt að komast inn í reksturinn, erum þó þegar byrjaðir að framleiða ís á fullu enda veðrið verið gott. Komum til með að færa framleiðsluna yfir í Biobú um næstu helgi og ná fram fullum afköstum í kjölfarið. Hluti framleiðslunnar verður þannig í húsnæði Biobú; sérframleiðsla á ís, ístertum, íssósum en allur bakstur verður áfram á Laugarásvegi.

Þetta er enn einn liður í að efla Biobú og framboð lífrænna matvara, því meira af lífrænni mjólk sem fer í vörur því betra fyrir neytendur og umhverfið,“ segir Helgi Rafn. Vonast er til að það bætist á haustdögum í hóp þeirra tveggja mjólkurframleiðenda, Neðri-Háls í Kjós og Búland í Austur-Landeyjum, sem nú sjá Biobú fyrir langmestu af hráefninu.

Í lok síðasta árs fékk Sláturhús Vesturlands lífræna vottun og hefur Biobú gert samning við sláturhúsið um að þjónusta fyrir það slátrun gripa frá Neðra-Hálsi og Búlandi og fullvinnslu á lífrænt vottuðu kjötinu. Að sögn Helga eru fyrstu sendingarnar af lífrænt vottuðu nautakjöti frá Biobú nýlega farnar í verslanir. Engar slíkar íslenskar vörur voru fyrir í almennum matvöruverslunum.

Skylt efni: Biobú | Skúbb

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...