Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú.
Mynd / smh
Fréttir 31. maí 2021

Biobú kaupir Skúbb

Höfundur: smh

Biobú hefur keypt meirihlutann í ísgerðinni Skúbb, sem hefur selt lífrænt vottaðan ís frá stofnun árið 2017 á Laugarásvegi.

Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, segir að þau þekki Skúbb mjög vel enda selt þeim mjólk frá upphafi. „Skúbb hefur notað lífræn hráefni þar sem því var viðkomið og er stefnan að sækja um vottun á þeim ístegundum sem hægt er að fá vottun á.“

Ísgerðin komin á fullt

„Við erum rétt að komast inn í reksturinn, erum þó þegar byrjaðir að framleiða ís á fullu enda veðrið verið gott. Komum til með að færa framleiðsluna yfir í Biobú um næstu helgi og ná fram fullum afköstum í kjölfarið. Hluti framleiðslunnar verður þannig í húsnæði Biobú; sérframleiðsla á ís, ístertum, íssósum en allur bakstur verður áfram á Laugarásvegi.

Þetta er enn einn liður í að efla Biobú og framboð lífrænna matvara, því meira af lífrænni mjólk sem fer í vörur því betra fyrir neytendur og umhverfið,“ segir Helgi Rafn. Vonast er til að það bætist á haustdögum í hóp þeirra tveggja mjólkurframleiðenda, Neðri-Háls í Kjós og Búland í Austur-Landeyjum, sem nú sjá Biobú fyrir langmestu af hráefninu.

Í lok síðasta árs fékk Sláturhús Vesturlands lífræna vottun og hefur Biobú gert samning við sláturhúsið um að þjónusta fyrir það slátrun gripa frá Neðra-Hálsi og Búlandi og fullvinnslu á lífrænt vottuðu kjötinu. Að sögn Helga eru fyrstu sendingarnar af lífrænt vottuðu nautakjöti frá Biobú nýlega farnar í verslanir. Engar slíkar íslenskar vörur voru fyrir í almennum matvöruverslunum.

Skylt efni: Biobú | Skúbb

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...