Brennsluofn á sláturhús KS
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Auglýst hafa verið drög að breyttu starfsleyfi fyrir sláturhús KS á Sauðárkróki vegna starfrækslu brennsluofns.
Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra má lesa drögin að starfsleyfisskilyrðunum. Í þeim kemur fram að gert sé ráð fyrir brennsluofni til að sláturhúsið geti brennt eigin úrgang. Samkvæmt drögum heilbrigðisfulltrúa gildir starfsleyfið fyrir kjötvinnslu og slátrun á allt að 50 tonnum af skrokkum á dag. Einnig til að starfrækja brennsluofn til að brenna allt að 6 tonnum af eigin úrgangi á dag, en leyfi til þess nær til dýrahræja frá sláturhúsi KS en ekki frá öðrum. Beitt yrði bestu tækni sem fáanleg er til að koma í veg fyrir mengun umhverfisins en heilbrigðisnefnd bæri ábyrgð á mengunareftirliti. Einnig yrði loftmengun frá starfsemi takmörkuð eins og kostur er.