Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Breyting á lögum um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu
Fréttir 20. febrúar 2019

Breyting á lögum um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu

Höfundur: Ritstjórn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Markmið aðgerðanna er að íslensk stjórnvöld standi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og tryggi öryggi matvæla og vernd búfjárstofna, auk þess sem gripið er til aðgerða til að bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er grein gerð fyrir því hvað felst í frumvarpinu og aðgerðaráætluninni:

„Í frumvarpinu er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða hefur ráðuneytið kynnt sérstaka aðgerðaráætlun til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands vegna skilyrða fyrir innflutningi á tilteknum landbúnaðarafurðum sem og lagabreytinganna.

Aðgerðaráætlunin, sem og framlagning áðurnefnds frumvarps, er viðbragð íslenskra stjórnvalda við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 11. október 2018 og EFTA dómstólsins frá 14. nóvember 2017. Niðurstaða dómanna var að núverandi leyfisveitingakerfi, við innflutning á kjöti og eggjum og krafa um frystingu kjöts, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES samningnum. Umrætt leyfisveitingakerfi felur í sér að óheimilt er að flytja inn kjöt og egg hingað til lands nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar. Með beiðni um slíkt innflutningsleyfi, fyrir hverja vörusendingu, þarf að fylgja vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við a.m.k. -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu.

Skuldbinding með lögum frá 2009

Íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um það árið 2007, að til að tryggja stöðu Íslands á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, skyldi meðal annars heimila innflutning á ófrystu kjöti og afnema þannig leyfisveitingakerfið. Þá skuldbindingu staðfesti Alþingi árið 2009. Þrátt fyrir þetta var lögum ekki breytt til samræmis við þá skuldbindingu og sem fyrr segir hafa bæði EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur Íslands á síðustu tveimur árum staðfest að íslensk stjórnvöld hafi með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Þá hefur skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna þessa verið staðfest.

Öryggi matvæla og dýraheilbrigði í öndvegi

Mikilvægt er fyrir íslensk stjórnvöld að virða skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og dómi EFTA-dómstólsins um túlkun hans og Hæstaréttar Íslands. Um leið má ekki bjóða hættunni heim með óvarkárni í tengslum við þessar breytingar. Ekki verður gefinn afsláttur af eftirliti heldur skal öryggi matvæla og dýraheilbrigði áfram vera í öndvegi hér á landi.

Stjórnvöld hafa undanfarið ár unnið að umfangsmikilli aðgerðaáætlun sem sem tekur til margra þátta og miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Verður gripið til þeirra aðgerða samhliða afnámi þess leyfisveitingakerfis sem nú gildir um innflutning á kjöti og eggjum og dæmt hefur verið ólögmætt. Vakin er athygli á því að með frumvarpinu eru ekki gerðar breytingar á skilyrðum á innflutningi búvara sem upprunnar eru utan EES-svæðisins.

Bann við kampýlóbakter menguðu kjöti

Núgildandi krafa um frystingu kjöts hefur í för með sér tvo meginkosti. Annars vegar getur 30 daga biðtími verið vörn gegn því að sjúkdómur eða sýktar afurðir berist hingað til lands, en ekki er kunnugt um tilfelli hér á landi þar sem þessi frestur hefur haft þýðingu. Hins vegar minnkar frysting magn kampýlóbakter í alifuglakjöti en hefur lítil áhrif á aðrar sjúkdómsvaldandi örverur eða sýklalyfjaónæmar bakteríur.

Vegna þessa er í frumvarpinu lagt til að sett verði lagaregla þess efnis að óheimilt verði að dreifa alifuglakjöti nema matvælafyrirtæki geti sýnt fram á að kjötið sé ekki sýkt af kampýlóbakter. Með þessu verður sama krafa gerð til innflutts alifuglakjöts og gerð hefur verið til innlendrar framleiðslu undanfarna tvo áratugi. Þannig verður sterk staða Íslands þegar kemur að vörnum gegn kampýlóbakter-sýkingum tryggð. Hefur framangreint verið unnið í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga.

Aðgerðaáætlun í tólf liðum

Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðaáætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Hluti þeirra aðgerða snýr beint að afnámi leyfisveitingakerfisins en öðrum er almennt ætlað að stuðla að ofangreindum markmiðum.“

Frumvarpið er sem fyrr segir í Samráðsgáttinni og er umsagnarfrestur til 6. mars.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...