Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Mynd / smh
Fréttir 28. september 2017

Costco lengir geymsluþolið með réttri hitastýringu

Höfundur: smh
Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco fyrir Bretland og Ísland, segir að í reglum um lífræna vottun í Bretlandi – sem gildi einnig um allt sem er ræktað annars staðar og kemur til landsins – sé ekki leyft að meðhöndla grænmeti og ávexti eftir uppskeru þannig að það lengi geymsluþolið. 
 
Steve Barnett.
Bændablaðið sendi fyrirspurn til hans til að fá upplýsingar um hvort Costco beitti einhverjum sérstökum að­ferðum til að lengja líftíma hins lífrænt vottaða grænmetis og ávaxta sem Costco selur í verslun sinni á Íslandi. Steve Barnett segir að allir þeir framleiðendur lífrænt vottaðra vara sem Costco er í viðskiptum við lúti ströngu regluverki og séu teknir út árlega af The Soil Association, sem er eftirlitsaðili í Bretlandi. 
 
Costco rannsakar fersku vörurnar
 
Hann segir að Costco sinni sjálft eigin rannsóknum á öllum ferskum vörum, lífrænt vottuðum sem öðrum, og athuga hvort leifar skordýraeiturs finnast í þeim. Þá sé fyrirtækið sjálft undir árlegu eftirliti af hálfu The Organic Food Federation. „Það er fylgst gaumgæfilega með öllum vörum sem fluttar eru til Íslands. Í því skyni höfum við sett upp kerfi sem kallast Cold Chain Visibility Program og notum til þess búnað sem heitir Sensitech TempTale® RF monitors til að fylgast með öllum flutningum. Þessi búnaður gerir okkur fært að halda aðstæðum ákjósanlegum og kjörhita – og þannig lengja líftíma varanna,“ segir Steve Barnett.
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...