DILL fær Michelin-stjörnu
Höfundur: smh
DILL Restaurant hlaut í morgun eina Michelin-stjörnu, sem er ein eftirsóttasta viðurkenning í heimi veitingahúsareksturs.
DILL er þar með fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem fær stjörnu, en Michelin veitir ýmist eina, tvær eða þrjár stjörnur. Sjaldgæft er að veittar séu þrjár stjörnur og einungis þeir sem státa af nánast óaðfinnanlegum veitingastöðum að mati Michelin hlotnast slíkur heiður.
Ragnar Eiríksson, yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðnum, tók við viðurkenningunni í gærmorgun, þegar Michelin Nordic Guide-viðburðurinn var haldinn. Hann sagðist af því tilefni vera stoltur og auðmjúkur – og að þetta væri afar mikilvægt fyrir allan veitingahúsarekstur á Íslandi. Þar kom líka fram að einungis fimm manns eru í matreiðsluteyminu á DILL Restaurant.
Þess má geta að Færeyingar fengu líka sína fyrstu Michelin-stjörnu þegar KOKS í Þórshöfn fékk eina stjörnu.