Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Efnagreiningaþjónusta fyrir bændur
Fréttir 19. júní 2015

Efnagreiningaþjónusta fyrir bændur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sumar tekur til starfa efnamælingastofa á vegum Efnagreiningar ehf. á Hvanneyri. Fyrirtækið býður upp á fjölbreytta möguleika til efnagreiningar á jarðvegi og fóðri fyrir bændur auk þess að bjóða víðtæka möguleika á efnagreiningum fyrir vísindasamfélagið.

Fyrirtækið er í eigu hjónanna Elísabetar Axelsdóttur og Arngríms Thorlacius. Elísabet er framkvæmdastjóri félagsins og annast daglegan rekstur þess. Aðstandendur fyrirtækisins hafa síðustu vikur unnið að undirbúningi og við að innrétta húsnæði í gömlu nautastöðinni á Hvanneyri.

Elísabet segir að fyrirtækið hafi fjárfest í margvíslegum nýjum greiningarbúnaði. „Fyrst má telja rafgasmassagreini til stein- og snefilefnagreininga, NIR-tæki til að mæla orkuefni, meltanleika og fleira og örbylgjuofn sem gerir kleift að leysa upp sýni fyrir snefilefnamælingar. Jafnframt því sem við höfum keypt margvísleg önnur tæki og búnað sem er nauðsynlegur mælistofu af þessu tagi.“

Arngrímur segir að sig hafi lengi dreymt um að eignast massagreini og að hann sé svo vel kvæntur að  konan hafi keypt handa honum massagreini til að leika sér að.

Landbúnaðarháskólinn gat ekki mætt þörfum markaðarins

Elísabet segir að Landbúnaðar­háskóli Íslands hafi hætt með þjónustuefnagreiningar um síðust áramót, en þar var einkum greint hey og jarðvegur frá bændum. Auk þess hafa verið framkvæmdar orkuefnamælingar og örverugreiningar loðdýrafóðurs frá fóðurstöðvum sem og greiningar fyrir vísindasamfélagið, eftirlitsstofnanir og framleiðslufyrirtæki.

„Landbúnaðarháskólinn var ekki í stakk búinn til að mæta þörfum markaðarins og missti fjölda viðskiptavina til efnarannsóknarstofu í Hollandi,“ segir Elísabet.

Efnagreining ehf. hefur frá áramótum þjónustað fóðurstöðvar loðdýrafóðurs í landinu og hyggst bjóða bændum góða og fljótvirka þjónustu strax í sumar.

„Markmið okkar er að bjóða svipaða þjónustu og hægt er að fá í Hollandi en á lægra verði. Jafnframt stendur til að þróa nýjar mæliaðferðir fyrir aðila í landbúnaði og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Nýja rannsóknarstofan verður mun betur tækjum búin en sú sem hún leysir af hólmi.“

Selenskortur áhyggjuefni

Síðustu áratugi hefur gætt vaxandi áhuga meðal bænda og ráðunauta að fá mæld snefilefni í heyi og þá sérstaklega selen en það er víðast í mjög lágum styrk í grasi á Íslandi.

„Ekki er talið að skortur á því hamli viðgang jurtanna en það getur valdið selenskorti í búfé. Selenskortur er því víða áhyggjuefni og reglubundnar mælingar á seleni hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi til þessa.

Það skortir á upplýsingar um magn snefilefna í íslenskum jarðvegi. Hjá Efnagreiningu ehf. stendur til að bæta nokkrum snefilefnum við þann lista greiningarþátta sem nú er boðið upp á við reglubundna greiningu jarðvegs.“

Margvísleg sóknarfæri 

Að sögn Elísabetar þurfa garð­yrkju­bændur margvíslega efnagreiningarþjónustu en á liðnum árum hafa þeir að mestu sótt hana til útlanda. Ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í garðrækt hefur átt fund með starfsfólki Efnagreiningar ehf. til að kynna hvaða mælingar og mæliaðferðir þarf til að þjónusta garðyrkjubændur. „Við ætlum, í samstarfi við RML, að kynna þjónustuna meðal garðyrkjubænda og stefnum í framtíðinni á að sinna þeim markaði og bjóða samkeppnisfært verð.“

Nýja fyrirtækið á margvísleg sóknarfæri sem tengjast meðal annars rafgasmassagreininum sem gerir mögulegt að magngreina flest frumefni lotukerfisins í lágum styrk. Margar íslenskar stofnanir hafa á liðnum árum leitað út fyrir landsteinana eftir slíkum greiningum.
„Kostnaður við efnagreiningu ræðst af lotustærðum eða fjölda mælinga og sýna sem hægt er að vinna í einni lotu. Kostnaður við einstakt sýni er jafnan meiri þegar unnið er með eitt eða fáein sýni, samanborið við fleiri tugi eða hundruð sýna, þótt framkvæmdar séu nákvæmlega sömu verkþættir. Eftir því sem sýnin eru fleiri og loturnar stærri er hægt að framkvæma greiningar fyrir lægra verð,“ segir Elísabet.

Efnagreining í áskrift

„Kúabóndi nokkur hefur fært í tal við okkur þann möguleika að fá heysýnagreiningu í áskrift og að senda inn sýni til dæmis mánaðarlega allan gjafatímann. Þannig fengjust mæliniðurstöður fyrir það hey sem verið er að gefa hverju sinni og niðurstaðan myndi gefa betri mynd af innihaldi fóðursins sem verið er að gefa. Hugmyndin er góð og ef það fengjust nokkrir tugir bænda í slíka áskrift yrði kostnaðaraukinn lítill eða óverulegur samanborið árlega innsendingu sýna eins og nú tíðkast.“

Veflæg þjónusta

„Hafin er hönnun á nýjum gagnagrunni sem gerir okkur kleift að senda út niðurstöður á fljótvirkan og öruggan hátt,“ sagði Elísabet að lokum.

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...