Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Elsti merkti alba­­trossinn 64 ára
Fréttir 17. desember 2015

Elsti merkti alba­­trossinn 64 ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kvenkyns albatrossi, sem merktur var sem ungi fyrir 64 árum, hefur snúið aftur til varpstöðva sinna ásamt maka og verpt eggjum á eyju við miðbaug.

Talið var að fuglinn, sem ekki hefur sést á varpstöðvunum í nokkur ár, væri dauður og því mikið gleðiefni hjá vaktmönnum svæðisins þegar hann mætti aftur á svæðið fyrir nokkrum dögum, sprækari sem aldrei fyrr.
Varpstöðvarnar sem um ræðir eru stærstu varpstöðvar albatrossa í heimunum og á eyju í Kyrrahafi sem tilheyrir Havaí-eyjaklasanum.

Albatrossar verpa að jafnaði einu eggi á ári og er útungunartími eggjanna 130 dagar og eru afföll á ungum tíð. Talið er að fuglinn aldni hafi komið upp 36 ungum um ævina en hann var merktur árið 1956. Vænghaf fullvaxinna albatrossa getur náð tveimur metrum og fuglarnir svifið á loftuppstreymi um loftin blá án þess að blaka vængjum. Talið er að albatrossum hafi fækkað í heiminum um 70% frá því um miðja síðustu öld. 

Skylt efni: Fuglar | albatrossi

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...