Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Elsti merkti alba­­trossinn 64 ára
Fréttir 17. desember 2015

Elsti merkti alba­­trossinn 64 ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kvenkyns albatrossi, sem merktur var sem ungi fyrir 64 árum, hefur snúið aftur til varpstöðva sinna ásamt maka og verpt eggjum á eyju við miðbaug.

Talið var að fuglinn, sem ekki hefur sést á varpstöðvunum í nokkur ár, væri dauður og því mikið gleðiefni hjá vaktmönnum svæðisins þegar hann mætti aftur á svæðið fyrir nokkrum dögum, sprækari sem aldrei fyrr.
Varpstöðvarnar sem um ræðir eru stærstu varpstöðvar albatrossa í heimunum og á eyju í Kyrrahafi sem tilheyrir Havaí-eyjaklasanum.

Albatrossar verpa að jafnaði einu eggi á ári og er útungunartími eggjanna 130 dagar og eru afföll á ungum tíð. Talið er að fuglinn aldni hafi komið upp 36 ungum um ævina en hann var merktur árið 1956. Vænghaf fullvaxinna albatrossa getur náð tveimur metrum og fuglarnir svifið á loftuppstreymi um loftin blá án þess að blaka vængjum. Talið er að albatrossum hafi fækkað í heiminum um 70% frá því um miðja síðustu öld. 

Skylt efni: Fuglar | albatrossi

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...