Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það eru um 11.000 Landcruser bílar á götunum og ótrúlega oft þarf að losa varadekkið með slípirokk.
Það eru um 11.000 Landcruser bílar á götunum og ótrúlega oft þarf að losa varadekkið með slípirokk.
Fréttir 18. júní 2019

Er allt ryðgað fast?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Í síðasta pistli hér var rætt um umgengni við vélar og tæki. Nokkur viðbrögð fékk ég við þeirri grein og fékk ég ábendingar um nokkur atriði sem vert væri að huga að oftar. Viðhald á vélum og tækjum er mjög misjafnt á milli þeirra sem aka og vinna á hinum ýmsu ökutækjum. 
 
Að vera einhvers staðar langt frá verkstæði með sprungið dekk eða í öðrum vandræðum og geta ekki bjargað sér sjálfur vegna þess að varadekkið er ryðgað fast á sínum stað, loftlaust eða eitthvað annað vegna þess að ekki var hugað að réttu viðhaldi.
 
Í reglulegu viðhaldi ökutækja vilja smáu hlutirnir gleymast
 
Þegar við sem förum með ökutækin okkar á verkstæði og látum verkstæðismanninn sjá um dekk og smurþjónustu, er mjög misjafnt hversu mikið verkstæðismaðurinn leggur mikla vinnu í þjónustu sína, en það eru nokkrir hlutir sem vert væri að spyrja hann hvort hann gæti ekki gert í viðbót við hefðbundna vinnu. Það er nefnilega ótrúlega algengt að varadekkið sé ekki í lagi á mörgum bílum sem eru eldri en fimm ára. Í ótrúlega mörgum tilfellum þegar á að setja varadekkið undir bíl er það ryðgað fast og ekki nokkur leið að ná úr bílnum með öðrum ráðum en slípirokk eða járnsög. Einnig að varadekkið sé loftlaust þegar á að nota það.
 
Ekkert óalgengt að varadekkið sé  ryðgað fast
 
Miðað við saltmagnið sem sett er á veturna á göturnar er ekkert óeðlilegt að bílar ryðgi, sérstaklega á bílum sem eru með dekkið fast undir bíl fyrir aftan afturhjól. Oft eru svona dekk fest með vír og í einhvers konar talíu og þetta þarf að liðka. Einnig eru margir bílar með varadekkið fast í festingu þar sem þarf að losa einn eða tvo bolta aftast á bílnum og þá er hægt að opna festinguna fyrir dekkið sem dettur niður. Þessir boltar vilja ryðga svo mikið að ekki nokkur leið er að skrúfa þá lausa. Því er nauðsynlegt að liðka þetta reglulega. Niðurskrúfað varadekk í farangursgeymslu getur líka verið ryðgað fast og er ágætis ráð að losa það a.m.k. einu sinni á ári og smyrja festinguna.
 
Loftlaust varadekk er ótrúlega algengt
 
Ótrúlega margir bílar í umferðinni eru varadekkslausir og margir ökumenn þeirra bíla hafa ekki hugmynd um að ekkert varadekk sé í bílnum. Ég er ekki frá því að nálægt 40.000 bílar í umferðinni séu varadekkslausir, en persónulega finnst mér að það ætti að vera í lögum að bílar séu með varadekk og þeir fengju ekki skoðun nema með varadekk í bílnum. Þegar varadekk er fast aftan til undir bílum koma óhreinindi og vatn við notkun og með tímanum byrjar felgan að ryðga og tærast á þeirri hlið sem upp snýr. 
 
Tæring á áli og þegar járnfelga ryðgar koma ryðbólur eða tæringarbólur á milli dekks og felgu og loftið fer úr varadekkinu. Oft er auðvelt að laga þetta og á flestum hjólbarðaverkstæðum eru menn sem eru vanir að laga lekann sem tekur ekki langan tíma og kostar lítið miðað við vesenið sem gæti orðið þegar á að grípa til varadekksins sem reynist loftlaust.  
 
Óhreinindi oftast orsakavaldur á vandræði, en auðvelt að fyrirbyggja
 
Margir hlutir sem sjaldan eru notaðir vilja standa á sér og eru fastir þegar á að nota þá, þá er oft auðvelt að „redda“. Sem dæmi þá getur verið vont að tengja glussatengi að aftan og framan á dráttarvélum út af óhreinindum eða bensínlokið og vélarhlífin standa á sér.
 
Á mörgum bensínstöðvum og í varahlutaverslunum er hægt að kaupa úðabrúsa með bremsuhreinsi sem virkar mjög vel til að losa öll óhreinindi í burtu og önnur tegund af úðabrúsum sem nefnist „moly slip combat“ er bæði hreinsi- og smurefni og gott að hafa við höndina þegar skrúfur eru ryðgaðar og fastar. Öll tæki og hlutir þurfa viðhald, því er smurning og þrif alltaf vinna sem borgar sig þegar ending er annars vegar.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...