Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Erfðabreyttar geldflugur gætu bjargað uppskerunni
Fréttir 13. ágúst 2014

Erfðabreyttar geldflugur gætu bjargað uppskerunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vonir er bundnar við að erfðarbreyttar flugur, sem eru þannig innréttaðar að karldýrið ber í sér gen sem hamlar frjóvgun kvendýra, geti reynst öflugt vopn í baráttunni við pöddur sem valda skaða í ávaxta- og hneturækt.

Tilraunir í gróðurhúsum líftæknifyrirtækisins Oxitec  sýna að þar sem geldum karlflugum er sleppt meðal frjórra kvenfluga fellur stofnstærðin strax við aðra kynslóð og að lokum deyja flugurnar út.

Gangi áætlanir eftir er hugmyndin að sleppa geldum karlflugum yfir ávaxtaakra og hefta þannig fjölgun fluganna án þess að nota skordýraeitur. Flugurnar sem verði er að gera tilraunir með eru tegund sem kallast miðjarðarhafs ávaxtafluga og veldur tjóni á fjölda nytjajurta.

Andstæðingar hugmyndarinnar segja ekki sé vitað hvaða afleiðingar það hafi í för með sé að sleppa geldflugunum út í náttúruna og nauðsynlegt að skoða málið betur áður en slíkt er gert.
 

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...