Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Erfðabreyttar geldflugur gætu bjargað uppskerunni
Fréttir 13. ágúst 2014

Erfðabreyttar geldflugur gætu bjargað uppskerunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vonir er bundnar við að erfðarbreyttar flugur, sem eru þannig innréttaðar að karldýrið ber í sér gen sem hamlar frjóvgun kvendýra, geti reynst öflugt vopn í baráttunni við pöddur sem valda skaða í ávaxta- og hneturækt.

Tilraunir í gróðurhúsum líftæknifyrirtækisins Oxitec  sýna að þar sem geldum karlflugum er sleppt meðal frjórra kvenfluga fellur stofnstærðin strax við aðra kynslóð og að lokum deyja flugurnar út.

Gangi áætlanir eftir er hugmyndin að sleppa geldum karlflugum yfir ávaxtaakra og hefta þannig fjölgun fluganna án þess að nota skordýraeitur. Flugurnar sem verði er að gera tilraunir með eru tegund sem kallast miðjarðarhafs ávaxtafluga og veldur tjóni á fjölda nytjajurta.

Andstæðingar hugmyndarinnar segja ekki sé vitað hvaða afleiðingar það hafi í för með sé að sleppa geldflugunum út í náttúruna og nauðsynlegt að skoða málið betur áður en slíkt er gert.
 

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...