Erfðabreyttar geldflugur gætu bjargað uppskerunni
Vonir er bundnar við að erfðarbreyttar flugur, sem eru þannig innréttaðar að karldýrið ber í sér gen sem hamlar frjóvgun kvendýra, geti reynst öflugt vopn í baráttunni við pöddur sem valda skaða í ávaxta- og hneturækt.
Tilraunir í gróðurhúsum líftæknifyrirtækisins Oxitec sýna að þar sem geldum karlflugum er sleppt meðal frjórra kvenfluga fellur stofnstærðin strax við aðra kynslóð og að lokum deyja flugurnar út.
Gangi áætlanir eftir er hugmyndin að sleppa geldum karlflugum yfir ávaxtaakra og hefta þannig fjölgun fluganna án þess að nota skordýraeitur. Flugurnar sem verði er að gera tilraunir með eru tegund sem kallast miðjarðarhafs ávaxtafluga og veldur tjóni á fjölda nytjajurta.
Andstæðingar hugmyndarinnar segja ekki sé vitað hvaða afleiðingar það hafi í för með sé að sleppa geldflugunum út í náttúruna og nauðsynlegt að skoða málið betur áður en slíkt er gert.