Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sérhæfð erlend garðyrkjuráðgjöf fékk mestan stuðning af þróunarverkefnum búgreina.
Sérhæfð erlend garðyrkjuráðgjöf fékk mestan stuðning af þróunarverkefnum búgreina.
Mynd / Bbl
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 milljónum til 27 verkefna. Líkt og á síðasta ári er Bændasamtökum Íslands (BÍ) úthlutað hæsta styrknum fyrir verkefnið Erlendir garð­ yrkjuráðunautar, eða rúmlega 24 milljónum króna.

Axel Sæland.

Að sögn Axels Sæland, formanns deildar garðyrkjubænda hjá BÍ, hefur verkefnið staðið yfir í allnokkur ár. „Það hefur alltaf verið mikið lagt í að það fáist nægt fjármagn úr þróunarsjóði garðyrkjunnar til verkefnisins. Með erlendri ráðgjöf kemur mikil sérþekking inn í garðyrkjuna þar sem þessir ráðunautar starfa eingöngu í einni grein garðyrkjunnar.

En hér á Íslandi höfum við ekki haft þann möguleika á að ráðunautar sérmennti sig þar sem þeir þurfa að hafa svo víðtæka þekkingu á garðyrkjunni,“ útskýrir Axel.

Sömu ráðunautarnir ár eftir ár

Undir þeirri íslensku garðyrkju sem hinir erlendur ráðgjafar sinna eru ylrækt grænmetis, ylrækt afskorinna blóma, ylrækt berja, ylrækt pottablóma, útirækt grænmetis, útirækt rótar ávaxta, kartöflurækt, svepparækt, garðplöntur og sumarblómarækt. „Með því að fá sérþekkinguna frá erlendum ráðunautum er möguleiki á að bæta gæði hverrar ræktunar fyrir sig mun meira. Mikil áhersla hefur verið á að fá sömu ráðunauta ár eftir ár til að þeir geti fylgt eftir því sem þeir leggja til og þannig bætt stöðugt þann árangur sem næst,“ segir Axel.

Misjafnt sé hversu oft þeir koma á ári, en það sé á bilinu einu sinni og allt að fjórum sinnum – en það fari alveg eftir tegund ræktunar. Þeir hafi komið átta til tíu á ári, frá Finnlandi, Noregi, Danmörku og Hollandi, hver með sitt sérsvið. Reynt sé að haga þessu þannig að hver grein hafi aðgang að erlendum ráðunauti.

Sérhæfð ráðgjöf við lífrænar varnir

Að sögn Axels koma í ár ráðunautar sem munu sinna gúrkum, tómötum, salati, papriku, jarðarberjum, sveppum, útirækt, lífrænum vörnum, kartöflum, rósum, garðplöntum og skógrækt.

„Fyrirkomulagið er alltaf þannig að þeir heimsækja bændur þar sem þeir fá ráðgjöfina frá fyrstu hendi og ráðunauturinn sér þá nákvæmlega við hvað er að eiga. Íslenskur ráðunautur fylgir alltaf í heimsóknirnar og verður því til ákveðin þekking sem hægt er að byggja á.“

Hann tekur dæmi af norskum ráðunauti sem sérhæfir sig í notkun nytjadýra í ylrækt, eða lífrænum vörnum, og kemur þrisvar á ári. „Hans leiðsögn gengur út á að notuð séu skordýr til að verjast meindýrum í stað varnarefna. Þessi ráðunautur hefur byggt upp þekkingu yfir árin þar sem hann sér hvað er að virka hjá hverjum bónda og fær nýjustu upplýsingar frá þeim fyrirtækjum sem eru að rækta og selja nytjadýr hverju sinni. Svo yfirfærir hann það til þeirra sem eru í vandræðum eða eru að reyna að fyrirbyggja vandræði. Þá mælir hann með hvaða nytjadýr eru að virka best í hverri ræktun og reiknar út hvað þarf mikið á hvern fermetra til að fyrirbyggja vandamál eða til að ráðast á vandamálið.“

Eina fyrirkomulagið sem kemur til greina

Axel telur þetta eina fyrirkomulagið sem komi til greina hér á landi og nauðsynlegt fyrir framtíð garðyrkjunnar á Íslandi. „Það sem við erum að fá er erlend þekking sem hefur verið byggð upp til margra ára. Hér á Íslandi eru of fá býli til að geta byggt upp þessa þekkingu og staðið undir henni. Þessir ráðunautar eru að fara á milli margra landa og eru því alltaf að safna í sarpinn til að bæta gæði sinna kúnna. Ef við ætluðum að fara að standa undir því að ná í þessa sérþekkingu til að annast okkar bændur, þá þyrftum við væntanlega fimm til sjö ráðunauta sem þyrftu stanslaust að vera að fara utan til að uppfæra sína þekkingu. Það yrði margfalt dýrara.

Þetta nám er í raun ekki til hér á landi og ég sé ekki fyrir mér að hægt sé að búa það til. Þetta snýst um að afla þekkingar frá bændum og vinna með þeim. Taka svo þá þekkingu sem verður til og reyna að yfirfæra hana til annarra bænda þar sem eru tækifæri á að gera betur.“

Skylt efni: garðyrkjunám

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...