Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sumarbústaður þeirra Brynju og Tolla í Vallarhjáleigu.
Sumarbústaður þeirra Brynju og Tolla í Vallarhjáleigu.
Mynd / MHH
Fréttir 24. júní 2015

Falið leyndarmál með forvitnilegum smámunum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Auðvitað erum við stórskrýtin að vera að safna öllu þessu drasli en við erum líka yndisleg, það geta ekki allir verið eins,“ segir Brynja Dagbjartsdóttir frá Gljúfurárholti í Ölfusi skellihlæjandi. 
 
Hún og maður hennar, Þorleifur Sigurðsson úr Reykjavík, kallaður Tolli, eru með sumarbústað í Vallarhjáleigu í Flóahreppi þar sem þau eru með glæsilegt smámunasafn þar sem hægt er að gleyma sér í margar klukkustundir við að skoða hlutina. „Þetta er drasl, við byrjuðum að safna þegar við vorum að ferðast til útlanda, fingurbjörg hér og fingurbjörg þar, skeiðar og svo framvegis og framvegis. Þegar við sáum að það var ekki pláss fyrir alla þessa muni í húsinu okkar í Reykjavík fluttum við dótið með okkur í sumarbústaðinn og  síðan hefur bæst við og við. Börnin okkar banna okkur að safna meira, nú er komið nóg segja þau,“ segir Brynja. Safnið er ekki opið fyrir almenning en þau taka þó á móti hópum og vinafólki en bæði eru þau mjög gestrisin og finnst fátt skemmtilegra en að spjalla við fólk um hlutina sína.
 
 

3 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...