Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár
Mynd / smh
Fréttir 4. júní 2020

Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur gefið út tilkynningu af gefnu tilefni, þar sem áréttað er að úthlutun fjárheimilda til viðhalds varnargirðinga sé ekki á hennar valdsviði. Fjármagn sem Matvælastofnun hafi til ráðstöfunar vegna slíkra verkefna sé áætlað 45 milljónir króna fyrir þetta ár.

„Fjárveitingarnar eru ákvarðaðar og greiddar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fjármagn til viðhaldsins hefur aukist á undanförnum árum og er áætlað að það verði 45 mkr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni.

Á dögunum hvatti landbúnaðarráð Húnaþings vestra Matvælastofnun að endurskoða fjárveitingar til varnargirðinga í Húnaþingi vestra. Samkvæmt heimildum landbúnaðarráðsins stóð til að lækka fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum á þessu ári og taldi ráðið að það yrði til þess að nauðsynlegt viðhald verði í lágmarki. Því mótmælti ráðið harðlega.

Heimild: Matvælastofnun

Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni að aðkoma stofnunarinnar að viðhaldi varnargirðinga sé að forgangsraða ráðstöfun fjármuna, hvernig þeim er skipt á varnargirðingar á landinu. „Úthlutun fjár til tiltekinna viðhaldsverkefna hefur ekki verið ákvörðuð fyrir árið 2020 og liggur því ekki fyrir hvaða varnargirðingar fá meira eða minna fé en á síðasta ári. Úthlutunin tekur fyrst og fremst mið af sjúkdómastöðu milli varnarhólfa en einnig af ástandi varnarlína hverju sinni.

Áætlað fé til viðhalds varnargirðinga í ár er 45 mkr. Það er ekki skerðing frá því í fyrra. Þá fór kostnaður fram úr áætlun og var alls 48 mkr.

Víða er ástand varnargirðinga ekki gott og ljóst að sum landsvæði koma verr undan vetri en önnur. Varnargirðingar eru nauðsynlegur liður í að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í dýrum og því er mikilvægt að tryggja fullnægjandi fjármagn til viðhalds þeirra, “ segir ennfremur í tilkynningunni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...