Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Árið 2019 varði Dalvíkurbyggð tæpum 40 milljónum króna í snjómokstur í heild. Áætlað er að kostnaður vegna janúar og febrúar 2020 nemi rúmlega 25 milljónum króna, eða álíka og árlegur kostnaður áranna 2015–2018.
Árið 2019 varði Dalvíkurbyggð tæpum 40 milljónum króna í snjómokstur í heild. Áætlað er að kostnaður vegna janúar og febrúar 2020 nemi rúmlega 25 milljónum króna, eða álíka og árlegur kostnaður áranna 2015–2018.
Fréttir 24. mars 2020

Fjárveiting ársins til snjómoksturs að klárast í Dalvíkurbyggð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Snjómokstur á yfirstandandi vetri var til umræðu á fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar í liðinni viku en veturinn hefur verið mjög snjóþungur, miklir umhleypingar sem oft og tíðum kalla á daglegan snjómokstur bæði í þéttbýli og dreifbýli.

Fyrir lá samantekt á kostnaði við snjómokstur í Dalvíkurbyggð fyrir árin 2015 til 2020 þar sem fram kemur að í desember 2019 og janúar og febrúar 2020 er varið meiri fjármunum til snjómoksturs en í nokkrum öðrum mánuðum á þessu 5 ára tímabili.

Fjárveiting fyrir árið að klárast

Þannig er meðaltal kostnaðar vegna snjómoksturs árin 2015–2018 um 25 milljónir króna á ári. Árið 2019 varði Dalvíkurbyggð tæpum 40 milljónum króna í snjómokstur í heild, stærsti einstaki mánuðurinn var desember með 15 milljónir króna. Janúar 2020 kostaði 11,5 milljónir króna og áætlað er að febrúar hafi kostað um 14 milljónir króna í snjómokstri.

Í fjárhagsáætlun 2020 var gert ráð fyrir 25,8 milljónum í snjómokstur og er það fjármagn að klárast um þessar mundir.

Fram kom á fundinum að einungis væri um það að ræða að draga mjög verulega úr þjónustu eða samþykkja viðauka. Með fundarboði fylgdi beiðni um viðauka upp á 20 milljónir króna í aukinn snjómokstur og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkti viðaukann með tveimur atkvæðum. Og var málinu vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Fjármagn dugir ekki til snjómoksturs í erfiðu árferði

Þá lýsti byggðaráð yfir áhyggjum sínum af því að það fjármagn sem er úthlutað til Vegagerðarinnar til snjómoksturs dugar engan veginn til í árferði eins og verið hefur í vetur. Því er nauðsynlegt að til komi aukafjárveitingar til Vegagerðarinnar til snjómoksturs í Eyjafirði á móti þeim aukafjárveitingum sem sveitarfélögin eru að leggja til. Sveitarstjóra er falið að senda slíka beiðni til samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis. Þá var sveitarstjóra falið að sækja um viðbótarframlög úr Jöfnunarsjóði vegna snjómoksturs veturinn 2019–2020.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...