Forystusauðurinn Harrý í beinni á afrétti Grímsnes- og Grafningshrepps
Nú er hægt að fylgjast með forystusauðnum Harrý frá Miðengi í Grímsnesi því það var sett á hann staðsetningartæki í vor sem sendir upplýsingar á fjögurra tíma fresti hvar hann er staðsettur á afrétti Grímsnes- og Grafningshrepps.
„Við slepptum Harrý með staðsetningartækið 17. maí. Hann var hér heima við til 20. júní en upp úr því lagði hann af stað frá Kaldárhöfða inn á Uxarhryggjaleið sem var sólarhringsferð. Ég átti von á því að hann yrði í Tröllhálsinum í sumar en hann hefur verið á ansi miklu flakki á vesturafréttinum og þingvallaafrétti. Hann er m.a. búinn að kíkja við á Skjaldbreið og fara inn fyrir Sandfell,“ segir Helga Gústafsdóttir í Miðengi, hæstánægð með staðsetningartækið sem hún keypti í Jötunn Vélum á Selfossi. Hægt er að fylgjast með ferðum Harrý á þessari slóð, http://www.midengi.is/harrý.htm.