Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins en samningur um styrk til reksturs hans er útrunninn.

Katla Jarðvangur hefur verið starfandi frá 2010 en árið 2011 fékk hann aðild að Samtökum evrópskra jarðvanga (European Geoparks Network). Katla jarðvangur nær yfir 9.542 ferkílómetra landsvæði og þekur rúmlega 9% af flatarmáli Íslands, frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri. Jarðvangar eru meðal annars svæði, sem innihalda alþjóðlega merkilegar jarðminjar, svæði sem eru sérlega áhugaverð vegna t.d. vísindarannsókna, fræðslugildis, fjölbreytileika og sjaldgæfra minja.

Nú eru hins vegar blikur á lofti með Kötlu jarðvang því sveitarfélögin á Suðurlandi, sem eru aðilar að jarðvanginum, treysta sér ekki lengur að reka hann án þátttöku ríkisins þar sem samningur um fjármagn frá ríkinu er útrunninn.

Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).

„Staðan er alvarleg, sérstaklega nú þar sem framkvæmdastjórinn er hættur, ferðamennskan er komin á flug aftur og aldrei mikilvægara en nú að vel sé stutt við faglegt utanumhald ferðamannastaða,“ segir Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).

„Svæðið innan jarðvangsins hefur notið góðs af rannsóknarstarfi og markvissri kortlagningu náttúruperla. Jarðvangurinn hefur staðið fyrir merkingum og upplýsingagjöf við marga ferðamannastaði og átt aðkomu að skipulagningu þeirra. Færi svo að jarðvangurinn myndi leggjast af þá er hætt við að þessu verði ekki nægilega markvisst sinnt og að rannsóknarstarf, sem m.a. hefur verið unnið í samstarfi við skólana á svæðinu, myndi leggjast af. Auk þess sem vottun jarðvangsins fellur niður.“

Treystir á ríkið

Ásgerður segir að jarðvangurinn standi fyrir mikilvægum rannsóknum á náttúru svæðisins og viðhaldi þekkingu heimamanna með samstarfi við skólana. Hann styðji einnig við fagmennsku innan ferða- þjónustunnar á svæðinu sem er gríðarlega mikilvægt nú þegar hún er orðin stærsta atvinnugreinin innan jarðvangsins.

„Það væri sorglegt að stefnuleysi ríkisins í máli jarðvanga yrði til þess að þeim væri ekki tryggður rekstrargrundvöllur. Ég vona að stjórnvöld komi sér saman um að móta stefnu til framtíðar. Ég vona innilega að það takist að fjármagna reksturinn svo ekki komi rof í þá mikilvægu vinnu sem unnin er á vettvangi jarðvangsins.

Stjórn SASS tekur undir áhyggjur samtakanna „Global Geoparks Network“ og hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrir hönd ríkisins til að finna leið til að fjármagna rekstur jarðvangsins, enda gegnir hann mikilvægu hlutverki og heldur utan um stórbrotna jarðfræðilega minjastaði,“ segir Ásgerður.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...