Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Reiknað er með áframhaldandi fækkun á lömbum sem koma til slátrunar á landsvísu.
Reiknað er með áframhaldandi fækkun á lömbum sem koma til slátrunar á landsvísu.
Mynd / smh
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram er reiknað með fækkun í yfirstandandi sláturtíð þó ekki sé talið að hún verði jafnmikil og á síðasta ári.

Sláturhús Vopnfirðinga hefur hætt rekstri, en þar var slátrað rúmum 22 þúsund dilkum á síðasta ári. Talið er að sláturgripir af því svæði muni dreifast að mestu á Kópasker til Fjallalambs, á Húsavík til Norðlenska og á Sauðárkrók til Kaupfélags Skagfirðinga.

Fækkun verði um eða undir tíu þúsund

Einar Kári Magnússon hjá Kaupfélagi Skagfirðinga segir að reiknað sé með að um 80 þúsund dilkar komi til slátrunar á Sauðárkróki, en þeir voru tæplega 73 þúsund á síðasta ári. Þá var rúmum sjö þúsund ám slátrað og gerir Einar Kári ráð fyrir svipuðum fjölda nú. Áður en hann tók við starfi hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga starfaði hann hjá Matvælastofnun, þar sem hann hélt utan um sláturtölur meðal annars. Hann hefur sjálfur áætlað að fækkun lamba sem komi til slátrunar á landsvísu verði um eða undir tíu þúsund. „Ég geri ráð fyrir að innan við 410 þúsund dilkum verði slátrað, en í fyrra voru þeir 418 þúsund. Þá var reyndar fallþungi mjög góður, sem vó aðeins upp á móti samdrættinum varðandi kjötframleiðsluna, en ég á ekki von á því að hann verði jafngóður núna,“ segir Einar Kári.

Sláturhús KVH á Hvammstanga (SKVH) er í helmingseigu Kaupfélags Skagfirðinga og hinn helminginn á Kaupfélag Vestur-Húnvetninga. Sveinbjörn Magnússon, starfsmaður hjá SKVH, gerir ráð fyrir svipuðum fjölda og í fyrra, sem var alls tæplega 88 þúsund.

Svolítil fjölgun hjá Fjallalambi

Fjallalamb heldur áfram að slátra á Kópaskeri en á undanförnum síðustu þremur árum hefur ekki verið rekin hefðbundin afurðastöð undir merkjum Fjallalambs. Allt er selt í heilum skrokkum til Norðlenska. Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri reiknar með að á milli 24 og 25 þúsund gripum verði slátrað á Kópaskeri í haust, en í fyrra voru þeir rúmlega 21 þúsund.

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, áætlar að um 96 þúsund gripir komi til slátrunar hjá þeim, um 88 þúsund dilkar og átta þúsund ær. Það er svipaður fjöldi dilka og í fyrra en rúmlega tvöþúsund færri ær.

Mesta fjölgunin hjá Norðlenska

Mesta fjölgun sláturgripa virðist ætla að verða á Húsavík hjá Norðlenska. Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri segir að á Húsavík verði sláturgripir alls um 88 þúsund, en þeir voru rúmlega 80 þúsund á síðasta ári. Meiri óvissa sé með fjöldann hjá SAH afurðum á Blönduósi, sem er í eigu Kjarnafæði Norðlenska, en áætlun gerir ráð fyrir 70 þúsund sláturgripum alls.

Síðasta haust reyndist fallþunginn vera 17,22 kíló að meðaltali á dilk, sem er rúmum 600 grömmum meiri en árið á undan. Var það einungis í annað sinn sem hann fer yfir 17 kíló, en áður gerðist það árið 2021 þegar hann var 17,40.

Heldur færri fullorðnar ær komu til slátrunar síðasta haust en haustin þar á undan. Einar Kári segir að almennt sé gert ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu nú í haust.

Skylt efni: sauðfjárslátrun

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...