Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Reiknað er með áframhaldandi fækkun á lömbum sem koma til slátrunar á landsvísu.
Reiknað er með áframhaldandi fækkun á lömbum sem koma til slátrunar á landsvísu.
Mynd / smh
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram er reiknað með fækkun í yfirstandandi sláturtíð þó ekki sé talið að hún verði jafnmikil og á síðasta ári.

Sláturhús Vopnfirðinga hefur hætt rekstri, en þar var slátrað rúmum 22 þúsund dilkum á síðasta ári. Talið er að sláturgripir af því svæði muni dreifast að mestu á Kópasker til Fjallalambs, á Húsavík til Norðlenska og á Sauðárkrók til Kaupfélags Skagfirðinga.

Fækkun verði um eða undir tíu þúsund

Einar Kári Magnússon hjá Kaupfélagi Skagfirðinga segir að reiknað sé með að um 80 þúsund dilkar komi til slátrunar á Sauðárkróki, en þeir voru tæplega 73 þúsund á síðasta ári. Þá var rúmum sjö þúsund ám slátrað og gerir Einar Kári ráð fyrir svipuðum fjölda nú. Áður en hann tók við starfi hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga starfaði hann hjá Matvælastofnun, þar sem hann hélt utan um sláturtölur meðal annars. Hann hefur sjálfur áætlað að fækkun lamba sem komi til slátrunar á landsvísu verði um eða undir tíu þúsund. „Ég geri ráð fyrir að innan við 410 þúsund dilkum verði slátrað, en í fyrra voru þeir 418 þúsund. Þá var reyndar fallþungi mjög góður, sem vó aðeins upp á móti samdrættinum varðandi kjötframleiðsluna, en ég á ekki von á því að hann verði jafngóður núna,“ segir Einar Kári.

Sláturhús KVH á Hvammstanga (SKVH) er í helmingseigu Kaupfélags Skagfirðinga og hinn helminginn á Kaupfélag Vestur-Húnvetninga. Sveinbjörn Magnússon, starfsmaður hjá SKVH, gerir ráð fyrir svipuðum fjölda og í fyrra, sem var alls tæplega 88 þúsund.

Svolítil fjölgun hjá Fjallalambi

Fjallalamb heldur áfram að slátra á Kópaskeri en á undanförnum síðustu þremur árum hefur ekki verið rekin hefðbundin afurðastöð undir merkjum Fjallalambs. Allt er selt í heilum skrokkum til Norðlenska. Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri reiknar með að á milli 24 og 25 þúsund gripum verði slátrað á Kópaskeri í haust, en í fyrra voru þeir rúmlega 21 þúsund.

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, áætlar að um 96 þúsund gripir komi til slátrunar hjá þeim, um 88 þúsund dilkar og átta þúsund ær. Það er svipaður fjöldi dilka og í fyrra en rúmlega tvöþúsund færri ær.

Mesta fjölgunin hjá Norðlenska

Mesta fjölgun sláturgripa virðist ætla að verða á Húsavík hjá Norðlenska. Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri segir að á Húsavík verði sláturgripir alls um 88 þúsund, en þeir voru rúmlega 80 þúsund á síðasta ári. Meiri óvissa sé með fjöldann hjá SAH afurðum á Blönduósi, sem er í eigu Kjarnafæði Norðlenska, en áætlun gerir ráð fyrir 70 þúsund sláturgripum alls.

Síðasta haust reyndist fallþunginn vera 17,22 kíló að meðaltali á dilk, sem er rúmum 600 grömmum meiri en árið á undan. Var það einungis í annað sinn sem hann fer yfir 17 kíló, en áður gerðist það árið 2021 þegar hann var 17,40.

Heldur færri fullorðnar ær komu til slátrunar síðasta haust en haustin þar á undan. Einar Kári segir að almennt sé gert ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu nú í haust.

Skylt efni: sauðfjárslátrun

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...