Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eitt þekktasta gróðureyðingarefni Monsanto er Roundup.
Eitt þekktasta gróðureyðingarefni Monsanto er Roundup.
Fréttir 14. maí 2018

Almenningur á nú lagalegan rétt á að vita að glyfosat geti valdið krabbameini

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu fimmtudaginn  19. apríl að efnafyrirtækið Monsanto bæri að taka fram á umbúðum gróðureyðingarefna sem innihalda glyfosat að efnið innihéldi krabbameinsvaldandi efni.
 
Þykir þetta stórmál í baráttunni gegn notkun á glyfosati í heiminum, en þar hafa hagsmunaaðilar með framleiðendur að bakhjarli barist hart enda um gríðarlega fjármuni að tefla. 
 
Monsanto vildi að þagað yrði yfir hættunni
 
Monsanto fór í mál til varnar notkun á glyfosati eftir að umhverfis- og heilsuverndarstofnun Kaliforníu (OEHHA) tilkynnti að yfirvöld hyggðust skrá glyfosat í gróðureyðingarefnum Monsanto sem hættulegt heilsu manna samkvæmt ákvæði reglugerðar númer 65. Þessi reglugerð gerir þær kröfur að taka verði fram á merkingum vöru ef hún inniheldur efni sem þekkt eru fyrir að geta valdið krabbameini, fósturskaða eða öðrum kvillum. Einnig að banna notkun þar sem slík efni gætu komist í drykkjarvatn í ríkinu.
 
Matvælaöryggisstofnun (CFS) greip inn í atburðarrásina og varði þá ætlun Kaliforníuríkis að skilgreina glyfosat sem krabbameinsvaldandi efni. Varði CFS einnig þann rétt almennings að vera upplýstur um þegar hann ætti á hættu að fá á sig krabbameinsvaldandi efni. 
 
Mikill sigur fyrir Kaliforníuríki
 
Adam Keats, lögfræðingur hjá CFS segir á vefsíðu Sustanable Puls að niðurstaða áfrýjunardómsstólsins sé mjög mikill sigur fyrir Kaliforníuríki og um leið mikið tap fyrir Monsanto. 
 
Glyfosat er mikið notað í gróðureyðingarefni sem beitt hefur verið í stórum stíl í landbúnaði um allan heim. Einnig hafa efnavörur sem innihalda glyfosat mikið verið notuð til að eyða „illgresi“ í borgum og bæjum og við heimili manna. Mesta notkunin á gróðureyðingarefnunum er þó þar sem bændur nota erfðabreyttar nytjajurtir sem Monsanto og tengd fyrirtæki hafa hannað og eiga einkaleyfi á.  Þar er m.a. um að ræða Roundup-þolið korn (Roundup Ready). Nýjustu afbrigði efnaþolinna nytjajurta eiga síðan að þola enn sterkari eiturefni líkt og notuð voru í hernaði Bandaríkjamanna í Vietnam á sínum tíma og olli miklu manntjóni og heilsuskaða. 
 
Nú verður skylt að merka gróður­eyðingarefni með aðvörunum.  
 
Byggt á rökum WHO
 
Alþjóða krabbameinsstofnunin (IARC) sem er hluti af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO), gaf það út árið 2015 að glyfopsat væri mögulega krabbameinsvaldandi efni. Notaði Kaliforníuríki það m.a. sem rök fyrir að vara ætti við efninu á vörumerkingum. Samkvæmt reglugerð 65 má enginn einstaklingur í ríkinu eiga viljandi viðskipti meðefna vöru sem getur valdið öðrum einstaklingum krabbameini eða eitrun, nema að hann vari viðkomandi kaupanda við mögulegum eituráhrifum. Þá er algjörlega bannað að láta af hendi slíka vöru ef möguleiki er á að hún komist í drykkjarvatn.  
 
Almenningur á nú rétt á að vita af hættunni
 
„Allir Kaliforníubúar eiga nú rétt á að vita að glyfosat sé talinn líklegur krabbameinsvaldur. Reglugerð 65 tryggir að almenningur fái þessa vitneskju,“ segir Rebecca Spector, yfirmaður miðstöðvar matvælaöryggis á vesturströnd Bandaríkjanna. 
 
„Við erum ánægð með að áfrýjunardómstóll Kaliforníu kemur með ákvörðun sinni í veg fyrir að Monsanto geti haldið almenningi í myrkri hvað varðar mögulega hættu sem stafar af þeirra framleiðslu.“ 

Skylt efni: Monsanto | Glyfosat | Kalifornía

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...