Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Jarðræktarmiðstöðin rís
Mynd / ghp
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi áform háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eftir.

Bjarni Jónsson.

Það kemur fram í svari við skriflegri fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna.

Bjarni Jónsson, þingmaður VG, sendi þann 16. Bjarni Jónsson. desember sl. fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. Spurði hann m.a. um fjármögnun byggingarinnar, hvenær hafist verði handa og hvenær verklok væru áætluð.

Fyrirspurninni var svarað þann 5. apríl sl. Þar koma fram áætlanir ráðherra um tilhögun fjármögnunar framkvæmda við uppbyggingu jarðræktarmiðstöðvarinnar, upp á rúmlega 600 milljónir króna. Þar verði dregið á ónýttar fjárheimildir LbhÍ frá árunum 2022 og 2023 sem nema um 265 m. kr., auk framlags af stofnkostnaðarlið háskóla í fjárlögum. „Frekari ákvarðanir um framkvæmdir og fjármögnun verða teknar samhliða útgáfu fjármálaáætlunar fyrir árin 2025– 2029 og undirbúningi fjárlaga fyrir árið 2025. Ef það gangi eftir mun aðstaðan rísa og vera tilbúin árið 2027,“ segir í svarinu. Sex ár eru síðan jarðræktarmiðstöðin flutti frá Korpu upp á Hvanneyri, þar sem hún er nú starfrækt í gamla bútæknihúsinu, sem talið er óboðlegt starfseminni. Í svari ráðherra kemur fram að Borgarbyggð hafi þegar samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hvanneyri þar sem gert er ráð fyrir nýrri jarðræktarmiðstöð. Einnig er fjallað um þarfagreiningu og framkvæmdaráætlun til byggingar 1.000 fm gróðurhúss.

Í fyrirspurn Bjarna spyr hann hvort LbhÍ verði gert kleift að nota söluandvirði Korpu til að reisa jarðræktarmiðstöð. Í svari ráðherra kemur fram að söluandvirði Korpu hafi runnið til ríkissjóðs og hafi ekki verið eyrnamerkt jarðræktarmiðstöð sérstaklega. Bjarni segir í færslu á Facebook að þetta sé rangt. Fyrir liggi á prenti að söluandvirði Korpu skuli óskipt renna til LbhÍ og um leið uppbyggingar aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. „Frumrit þeirra skjala er að finna í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.“

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...