Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Jarðræktarmiðstöðin rís
Mynd / ghp
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi áform háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eftir.

Bjarni Jónsson.

Það kemur fram í svari við skriflegri fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna.

Bjarni Jónsson, þingmaður VG, sendi þann 16. Bjarni Jónsson. desember sl. fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. Spurði hann m.a. um fjármögnun byggingarinnar, hvenær hafist verði handa og hvenær verklok væru áætluð.

Fyrirspurninni var svarað þann 5. apríl sl. Þar koma fram áætlanir ráðherra um tilhögun fjármögnunar framkvæmda við uppbyggingu jarðræktarmiðstöðvarinnar, upp á rúmlega 600 milljónir króna. Þar verði dregið á ónýttar fjárheimildir LbhÍ frá árunum 2022 og 2023 sem nema um 265 m. kr., auk framlags af stofnkostnaðarlið háskóla í fjárlögum. „Frekari ákvarðanir um framkvæmdir og fjármögnun verða teknar samhliða útgáfu fjármálaáætlunar fyrir árin 2025– 2029 og undirbúningi fjárlaga fyrir árið 2025. Ef það gangi eftir mun aðstaðan rísa og vera tilbúin árið 2027,“ segir í svarinu. Sex ár eru síðan jarðræktarmiðstöðin flutti frá Korpu upp á Hvanneyri, þar sem hún er nú starfrækt í gamla bútæknihúsinu, sem talið er óboðlegt starfseminni. Í svari ráðherra kemur fram að Borgarbyggð hafi þegar samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hvanneyri þar sem gert er ráð fyrir nýrri jarðræktarmiðstöð. Einnig er fjallað um þarfagreiningu og framkvæmdaráætlun til byggingar 1.000 fm gróðurhúss.

Í fyrirspurn Bjarna spyr hann hvort LbhÍ verði gert kleift að nota söluandvirði Korpu til að reisa jarðræktarmiðstöð. Í svari ráðherra kemur fram að söluandvirði Korpu hafi runnið til ríkissjóðs og hafi ekki verið eyrnamerkt jarðræktarmiðstöð sérstaklega. Bjarni segir í færslu á Facebook að þetta sé rangt. Fyrir liggi á prenti að söluandvirði Korpu skuli óskipt renna til LbhÍ og um leið uppbyggingar aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. „Frumrit þeirra skjala er að finna í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.“

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...