Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti opnun vefsíðunnar veggjald.is í Vaðlaheiðargöngum í vikunni, en innheimta veggjalda fer fram á þeirri síðu. Stök ferð kostar 1.500 kronur, en afsláttarkjör fást kaupi menn fleiri ferðir fyrirfram.
Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti opnun vefsíðunnar veggjald.is í Vaðlaheiðargöngum í vikunni, en innheimta veggjalda fer fram á þeirri síðu. Stök ferð kostar 1.500 kronur, en afsláttarkjör fást kaupi menn fleiri ferðir fyrirfram.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. desember 2018

Vonast til að opna fyrir jól

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þess er vænst að unnt verði að hleypa umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng fyrir jól, en formleg gjaldtaka hefst 2. janúar næstkomandi. Göngin verða opnuð með pomp og prakt 12. janúar. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá því um mitt ár 2013, eða í fimm og hálft ár.
 
Vegfarendur sem aka um Vaðlaheiðargöng greiða veggjald. Ekkert gjaldskýli verður við göngin heldur verður gjald innheimt í gegnum vefsíðuna veggjald.is þar sem hægt er að stofna aðgang. Tveir verðflokkar verða í gangi, fyrir bíla undir 3.500 kílóum kostar ein stök ferð 1.500 krónur, 1.250 ef keyptar eru 10 ferðir í einu, 900 krónur ef keyptar eru 40 ferðir og gjaldið fer niður í 700 krónur ef keyptar eru 100 ferðir. Fyrir stærri bíla, yfir 3.500 kílóum, kostar stök ferð 6.000 krónur, en 5.220 krónur ef keyptar eru 40 ferðir. 
 
Vegfarendur geta nú þegar skráð sig á vefsíðuna veggjald.is, en hægt er að skrá allt að þrjú ökutæki á hvert greiðslukort. Þeir sem hyggjast fara um göngin og hafa ekki skráð bifreiðar sínar geta greitt áður en lagt er í hann og allt að þremur tímum eftir hana. Sé ferð ekki greidd að þeim tíma loknum verður veggjaldið innheimt af skráðum eiganda ökutækis að viðbættu þúsund króna álagi. Myndavélar eru í göngunum og taka myndir af númerum bílanna sem um þau fara.
 
Heildarlengd ganganna með vegskálum er um 7,5 kílómetrar. Vegir að göngunum austan og vestan megin Vaðlaheiðar er rúmlega 4 km.
 
Með Vaðlaheiðargöngum styttist þjóðvegur 1 frá Akureyri til Húsavíkur um 16 km.  

Skylt efni: Vaðlaheiðargöng

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...