Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjársektir verða innheimtar vegna lausagöngu búpenings í Vestmanna- eyjum.
Fjársektir verða innheimtar vegna lausagöngu búpenings í Vestmanna- eyjum.
Mynd / Pétur Steingrímsson
Fréttir 28. júní 2023

Gjald fyrir að góma fé

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar ræddi lausagöngu búfjár á fundi sínum í byrjun mánaðar.

Annars vegar var samþykkt gjaldskrá fyrir handsömun eða afskipti af lausagöngufé. Hins vegar var tekin fyrir kvörtun nokkurra íbúa sem telja mælinn fullan eftir ágang sauðfjár á lóðum sínum undanfarin ár. Í áðurnefndri gjaldskrá kemur fram að bæjarsjóður skuli innheimta gjöld sem eru ætluð til að standa undir kostnaði af lausagöngu búfjár. Við handsömun eða önnur afskipti af búfé þurfa búfjáreigendur, annars vegar að greiða 14.500 krónur fyrir hvert handsamað dýr, og hins vegar að láta af hendi 3.500 krónur í vörslugjald fyrir hvern byrjaðan sólarhring. Gjaldskráin hefur þegar tekið gildi.

Í kvörtuninni segir að lausaganga hafi verið látin viðgangast síðastliðin fjögur til fimm ár, „íbúum til mikils ama“. Þeir sem standa á bak við kvörtunina segjast ekki geta sett niður tré eða plantað blómum. Jafnframt hefur lausagönguféð valdið miklum sóðaskap á lóðum íbúanna. Búpeningurinn hefur oft migið og skitið á palla og stéttir þegar hann leitar skjóls við húsin. Við Gvendarhús mun hafa orðið varanlegt tjón á stétt þar sem skíturinn hefur skilið eftir sig varanlega græna slikju, sem ekki hefur tekist að hreinsa.

Íbúarnir fara fram á að eigendur búfénaðarins geri girðingar fjárheldar, en þær eiga að halda sig á beitilandi „austur við Dali“. Enn fremur er gerð krafa til bæjarins að svipta eigendur heimild til búfjárhalds ef úrbætur verða ekki gerðar. Í samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum segir: „Lausaganga búfjár er óheimil á Heimaey nema annað sé tekið fram.“ Með kvörtuninni fylgja myndir sem sýna skít, ullartægjur og áðurnefnda græna slikju.

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...