Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hópurinn var glaðbeittur eftir eplatínslu í Harðangursfirði.
Hópurinn var glaðbeittur eftir eplatínslu í Harðangursfirði.
Mynd / ehg
Fréttir 18. nóvember 2019

Glaðbeitt í eplatínslu í Noregi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Hressir og kátir Íslendingar heimsóttu Noreg á dögunum, jafnt bændur sem aðrir, og skemmtu sér hið besta við að kynnast fjölbreytileika í norskri matargerð sem og við eplauppskeru hjá íslensku eplabændunum í Álavík í Harðangursfirði. 
 
Veðrið lék við ferðalangana, sem upplifðu meðal annars náttúruperlur í Noregi, urðu fróðari um ólíkar tegundir eplavína, útskrifuðust sem eðalátsmenn á norskum sviðum og töldu og skráðu veggöng af miklum móð milli Voss og Björgvinjar. Heim fóru þau reynslunni ríkari með epli í poka og góða skapið ásamt veðurblíðunni sem þau komu með til Noregs.
 
Þær voru einbeittar við tínsluna, Selma Guðmundsdóttir og Erna Pétursdóttir.