Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Kjartan Lárusson að dæma á glímumóti á Laugarvatni.
Kjartan Lárusson að dæma á glímumóti á Laugarvatni.
Mynd / Antanas Sakinis
Fréttir 30. janúar 2025

Glímueldhuginn Kjartan

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Glímusamband Íslands hefur útnefnt Kjartan Lárusson frá Austurey í Bláskógabyggð sem Glímueldhuga ársins 2024.

Með tilnefningunni vill stjórn Glímusambandsins koma á framfæri þakklæti fyrir framlag þeirra sjálfboðaliða sem gegna mikilvægu hlutverki í glímustarfi á Íslandi.

Glímueldhugi ársins 2024 hjá Glímusambandi Íslands, Kjartan Lárusson.
Byrjaði eftir þrítugt

„Ég er bara mjög stoltur og hrærður að vera valinn fyrsti eldhuginn hjá Glímusambandi Íslands. Ég fékk fyrst áhuga á glímu á unglingsárum þegar ég var að fylgjast með frændum mínum, Kjartani og Guðmundi Helgasonum í Haga. Sjálfur byrjaði ég ekki fyrr en ég var orðinn þrítugur, eða árið 1985, að keppa í glímu eftir að hafa verið mikið í blaki, körfubolta og fleiri greinum með Laugdælum. Við urðum til dæmis Íslandsmeistari í efstu deild í blaki árið 1979 og Íslands- og bikarmeistari árið 1980. Auk þess varð ég Íslandsmeistari í körfubolta í þriðju efstu deild 1976,“ segir Kjartan alsæll.

Eignast góða vini

Kjartan segist hafa keppt mikið í glímu frá árunum 1985 til 2007 og oftast verið í verðlaunasætum. „Ég varð meðal annars bikarmeistari Íslands, fjórðungsmeistari Suðurlands, skjaldarhafi Skarphéðins, Íslandsmeistari í sveitaglímu og í þriðja sæti í Íslandsglímu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kjartan.

Í dag er hann aðallega að dæma á glímumótum. „Það er mjög gefandi starf og mikið af góðu fólki sem maður kynnist og eignast góða vini, bæði dómara, keppendur og annað glímuáhugafólk,“ segir glímueldhuginn.

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Lóu og spóa fækkar ört
Fréttir 10. apríl 2025

Lóu og spóa fækkar ört

Hljóðheimur íslenska sumarsins er að breytast því bæði lóum og spóum hefur fækka...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...