Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Fyrir ári síðan voru þau Svanhildur og Gunnar að taka fyrstu plönturnar inn í húsið.
Fyrir ári síðan voru þau Svanhildur og Gunnar að taka fyrstu plönturnar inn í húsið.
Mynd / smh
Fréttir 3. júní 2024

Gróðurhús í gömlum fjárhúsum tekur á sig mynd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gömlu fjárhúsin á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði eru óðum að taka á sig nýja mynd sem gróðurhús, en þau voru aflögð eftir að skorið var niður vegna riðutilfellis þar árið 2020.

„Gróðurhúsið kom bara mjög vel undan vetri og það lifði nánast allt sem var þar í vetur,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, sem býr á Stóru-Ökrum 1 ásamt manni sínum, Gunnari Sigurðssyni, þar sem þau reka kúabú í dag.

Berjaplöntur og ávaxtatré

Fyrir réttu ári síðan var fjallað um eftirmál riðuveiki hér í blaðinu og sögðu bændurnir á Stóru-Ökrum 1 meðal annars sögu sína. Eftir niðurskurðinn hafi framtíðin verið rædd á fjölskyldufundi og þá hafi komið upp sú hugmynd að breyta fjárhúsunum í gróðurhús.

Þegar blaðamann bar að garði fyrir ári síðan voru þau að planta inn í húsið fyrstu berjaplöntunum og ávaxtatrjánum. Sögðu þau að ákvörðunin um nýtt hlutverk fyrir húsið hafi haft jákvæð áhrif á fjölskylduna, það að prófa að rækta eitthvað nýtt og skemmtilegt í húsinu hafi verið spennandi áskorun.

Í gróðurhúsinu á Stóru-Ökrum má meðal annars finna ávaxtatré, berjaplöntur og maís. Myndir/Svanhildur

Ætla að taka fé aftur í haust

„Við vorum með jarðarber og fengum uppskeru af þeim, en ávaxtatrén eru ekki farin að bera ávöxt enn þá. Svo erum við með ýmislegt annað í ræktun, eins og maís, sem gaf góða uppskeru líka. Við settum upp vökvunarkerfi í vor og höfum verið að gera fínt þarna inni með ýmsum hætti – þannig að við erum bara mjög spennt fyrir sumrinu,“ heldur Svanhildur áfram.

„Það eru margir sem spyrja okkur hvort við ætlum ekki að fara að framleiða eitthvað og selja, en til að byrja með ætlum við bara að rækta fyrir okkur. Við eigum eftir að prófa að rækta fjölmargar tegundir af ávöxtum, berjum og matjurtir fá að laumast með.“

Stóru-Akrar 1 eru í Blönduhlíð í Skagafirði og þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem riða greindist á svæðinu þegar hún var staðfest um haustið 2020, en um 520 kindur voru þá á bænum. „Jú, við ætlum að taka fé aftur í haust. Að sjálfsögðu bara með verndandi arfgerðir og við munum nota aðstöðu sem við erum með í nautafjósinu í Brekkukoti hér rétt hjá. Við vorum með hluta af kindunum þar áður en skorið var niður,“ segir Svanhildur.

Skylt efni: Stóru-Akrar 1

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...