Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hundrað milljón ára gömul fræ
Fréttir 18. janúar 2016

Hundrað milljón ára gömul fræ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steingerð fræ sem talin eru vera 110 til 125 milljón ára gömul og þau elstu sem vitað er um af blómplöntum fundust fyrir skömmu í setlögum í ám og vötnum í Portúgal og Bandaríkjunum.

Um er að ræða 250 fræ 75 mismunandi tegunda blómplantna. Mörg fræjanna eru sögð vera einstaklega vel varðveitt og að hægt sé að skoða frumubyggingu og einstaka frumuhluta þeirra undir smásjá. Form plantnanna á tímum risaeðlnanna var að flestu leyti ólík þeim plöntum sem við þekkjum í dag. Bygging þeirra var einfaldari og blómstur minna. Fræin voru einnig minni og það tók lengri tíma fyrir þau að spíra en fræ blómplantna í dag.

Talsmaður danskra og sænskra grasafræðinga, sem rannsakað hafa fræin, segir að óvanalegt sé að finna svona vel varðveitt fornsöguleg fræ og að fundur þeirra eigi eftir að veita mikla innsýn í líffræði og þróun fyrstu blómplantnanna í heiminum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...