Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Árni Bragason landgræðslustjóri.
Árni Bragason landgræðslustjóri.
Fréttir 11. apríl 2019

Hvað er sjálfbær landnýting?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þung orð hafa fallið í garð Árna Bragasonar landgræðslustjóra í kjölfar erindis sem hann flutti á fagráðstefnu Skógræktar sem haldin var á Hallormsstað dagana 3. og 4. apríl síðastliðinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál.

Árni segir að erindi sitt, sem sjá má upptöku af á netinu, sé orðið tilefni skrifa og viðtals og einnig var blásið til fundar sauðfjárbænda í Bláskógabyggð vegna ummæla hans um ástand afréttar Biskupstungna.

Einungis 15,3% af afréttar-­landinu flokkast sem ágætt, gott eða sæmilegt

„Bændur fjölmenntu á kynningarfund Grólindarverkefnisins (www.grolind.is) í Brautarholti á Skeiðum og þar var undirrituðum afhent yfirlýsing og þung orð fylgdu.

Eins og heyra má í erindi mínu er umfjöllunin fyrirhuguð setning reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu. Meðfylgjandi er vinnukort frá árinu 2014 sem ég notaði í erindi mínu og sýnir það að einungis 15,3 % af afréttarlandinu fellur í ástandsflokkinn „Ágætt, gott eða sæmilegt“ og „uppgræðslusvæði“ er 2,5%. Ég velti upp þeirri spurningu hvort beit á landi sem flokkast eins og Biskupstungnaafréttur þ.e. með minna en 20% í flokkum 0-2 verði metið sem sjálfbær landnýting.

Landgræðslufélagið í Biskups­tungum er eitt öflugasta landgræðslufélag landsins og þar hefur verið unnið mjög gott starf. Miklir fjármunir hafa farið í aðgerðir á undanförnum áratugum en því miður er enn virkt rof sem stöðva þarf.

Í yfirlýsingunni er undirritaður lýstur vanhæfur og að forsendur Grólindarverkefnisins séu brostnar vegna ummæla landgræðslustjóra um ástand afréttarins.“

Upplýsingum safnað í samvinnu við bændur

„Grólindarverkefnið er með kynningarfundi og hefur verið að safna upplýsingum í samstarfi við bændur. Að verkefninu vinna vísindamenn sem beita öllum bestu vísindalegu aðferðum til að fá mat á ástand lands og þær niðurstöður eiga að standast óháða skoðun. Verkefnið hefur stýrihóp sem í eiga sæti fulltrúar Landssamtaka sauðfjárbænda, RML, LbhÍ, Náttúrufræðistofnunar og Háskóla Íslands.

Landgræðslustjóri getur ekki sagt þessu fólki hvaða aðferðir eigi að nota eða hvaða niðurstöður eigi að birta.

Ég hef í fyrirlestrum og í viðtölum talið að 85% framleiðslunnar fari fram við ásættanlegar aðstæður. Niðurstöður Grólindarverkefnisins munu sýna hvort sú tala sé nálægt sanni.

Niðurstöður áralangra rannsókna og mælinga dr. Ólafs Arnalds, prófessors við LbhÍ, á ástandi landsins var hafnað sem ósannindum og áróðri og hann úthrópaður á fundum. Vinnukorti frá árinu 2014 hefur verið hafnað sem áróðri og ósannindum af fámennum hópi fólks.

Við stefnum að sama markmiði með starfi okkar. Við viljum bæta landið okkar og koma á sjálfbærri landnýtingu og tryggja það að afkomendur okkar geti nýtt landið um langa framtíð,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...