Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kúrukoddinn Værukær frá Elínu Jónu.
Kúrukoddinn Værukær frá Elínu Jónu.
Mynd / Aðsendar
Í deiglunni 21. nóvember 2023

Fjallafrúin gerir það gott

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Elín Jóna Traustadóttir á bænum Tungufelli í Hrunamannahreppi stofnaði fyrirtækið Fjallaspuni eftir að hún hreppti fyrstu verðlaun í nýsköpunarnámskeiði fyrir frumkvöðla í textíl á vegum evrópska rannsókna- og þróunarverkefnisins Centrinno sem hét Heldurðu þræði.

„Ég hafði lofað sjálfri mér því að ef ég myndi vinna til verðlauna með hugmynd mína um kúrukoddann VæruKær myndi ég stofna fyrirtæki. Þetta var á haustdögum árið 2022 og um áramótin var ekkert annað að gera en að ganga í verkið,“ segir Elín Jóna.

Tungufell er síðasti bærinn áður en komið er inn á hálendið og því Þótti Elínu kjörið að vísa til þess í nafngift fyrirtækisins. „Fjallaspuni þótti mér við hæfi þar sem ég spinn vefi og spunahugtakið er oft notað í sambandi við ull og saumaskap. Meira í gríni en alvöru tók ég upp nafnið Fjallafrúin sem er einstaklingurinn á bak við þetta allt saman,“ segir hún.

Elín Jóna hefur meira en nóg að gera heima í Tungufelli við alls konar fjölbreytt og skemmtileg verkefni, sem hún hefur búið sér til sjálf.

Íslensk ull í tróð

Elín Jóna segir að Fjallaspuni hafi verið um nokkur verkefni. VæruKær er verkefni þar sem íslensk ull er nýtt sem eins konar tróð í nokkrar vörur. „Aðalverkefnið núna er að finna út hvernig best er að vinna ullina en erfitt hefur reynst að fá aðstöðu og tæki til að gera það,“ segir Elín Jóna.

Vörurnar sem ullin er nýtt í eru VæruKær kúrukoddi til að sofa með í fanginu, Hnoðri ungbarnahreiður, en í hann saumar Elín Jóna einnig ullardýnu þar sem hún fær þæft efni frá fyrirtækinu Snoðbreiða á Þórshöfn og svo er það Þófi, sem er gæludýraból en í það endurnýtir hún gamlar lopapeysur og yfirdýnur.

Stal sænginni fá manni sínum

Hugmyndina að kúrukoddanum Værukær fékk Elín Jóna í janúar 2022 þegar hún var búin að stela sænginni frá manninum sínum og vaknaði með hana í fanginu.

„Ég taldi að það hlyti að vera hægt að leysa þetta vandamál á einhvern máta,“ segir hún hlæjandi.

Elín Jóna segist leggja mikla áherslu á að nota vistvæn og náttúruleg efni í framleiðsluna eins og íslensku ullina og GOTS vottuð efni sem eru framleidd án eiturefna.

„Óskastaðan er að fjármagna vélakaup til að geta unnið ullina frá grunni, enda búum við maðurinn minn með kindur og ekki langt að sækja hana. Ég þarf að geta þvegið ullina og tætt og þá er hún í raun tilbúin í fyllingarnar. Kostur er að ullin þæfist við notkun og stefni ég á að geta tekið á móti fyllingum úr vörunum til að endurnýta ullina. Ég er búin að koma mér upp tækjum fyrir vel útbúna saumastofu þannig að ég er tilbúin í að hoppa af stað.“

Handverkstorg.is og brúðarslör

Fjallaspuni á og rekur einnig vefsíðuna Handverkstorg. is sem er sölusíða fyrir lista- og handverksfólk. Hægt er að leigja sér pláss inni á síðunni og setja upp sínar vörur og taka þannig þátt í markaðssetningu fyrir síðuna. Síðan hefur vaxið og dafnað og eru núna ellefu söluaðilar að selja sínar vörur á torginu.

„Hugsunin með síðunni er sú að auðvelda framboð á vörum sem fólk er að búa til og einnig að neytendur þurfi bara að fara á einn stað til að kaupa vörur beint af lista- og handverksfólki. Þarna er ég að sameina tvö helstu áhugamál mín sem eru saumaskapur og vefsíðugerð. Ég hef saumað alla mína tíð og árið 2001 stofnaði ég vörumerkið Brúðarslör.is sem er einnig starfandi undir Fjallaspuna. Þar sel ég sérsaumuð brúðarslör og sérmerkta hringapúða. Mér hefur alltaf fundist gaman að hanna hluti og búa til eitthvað fallegt. Ég hef unnið mikið í tæknigeiranum og þar á meðal við gerð heimasíðna og mér fannst kjörið að sameina alla þessa eiginleika og reyna að nýta þá til góðs fyrir aðra, “ segir Elín Jóna.

Skylt efni: VæruKær

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
Fréttaskýring 12. mars 2025

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja

Dýraverndarsamtök Íslands telja að færa eigi stjórnsýslu dýravelferðar frá Matvæ...

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Fréttaskýring 25. febrúar 2025

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem e...

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Fréttaskýring 10. febrúar 2025

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslend...

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar
Fréttaskýring 5. febrúar 2025

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar

Forsvarsmenn stærstu svínabúa landsins eiga í ágreiningi við hið opinbera vegna ...

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...