Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Við grisjun fá þau tré sem eftir standa betra vaxtarrými.
Við grisjun fá þau tré sem eftir standa betra vaxtarrými.
Mynd / SP
Í deiglunni 25. september 2023

Gott samstarf gulli betra

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Undanfarið hefur umræða um kolefnisjöfnun farið hátt, en kolefnisbinding í skógum er einn hluti þess til gerður að verjast loftslagsbreytingum.

Fór Skógræktin fyrir nokkru af stað með verkefnið Skógarkolefni þar sem viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt var komið á. Skógarkolefni tengir þannig saman nýskógrækt á Íslandi og valkvæðan kolefnismarkað.

Landssamtök skógareigenda og Bændasamtök Íslands, í samstarfi við Skógræktina, standa nú fyrir verkefninu Kolefnisbrú. Felst samstarfið í sér undirbúning þess ferlis að koma upp skógi í þeim megintilgangi einmitt að binda kolefni, vottuðu eftir aðferðafræði Skógarkolefnis, verkefni undir hatti Skógræktarinnar sem stuðlar að samræmi í kolefnisverkefnum með nýskógrækt.

Staðlar Skógarkolefnis

Til að undirgangast staðla Skógarkolefnis þurfa, samkvæmt vefsíðunni skogarkolefni.is, hlutaðeigandi að skrá verkefni sín og tilgreina nákvæma staðsetningu þeirra og langtímamarkmið. Fylgja löggjöf og stefnu um skógrækt til að tryggja að skógræktin sé sjálfbær og ábyrg og gera langtímaáætlun um ræktun, umhirðu og stjórn skóganna.

Tryggja þarf að kolefnisbindingin sé mæld með viðurkenndum aðferðum, sýnt verði fram á að kolefnisávinningur verkefnisins sé viðbót við það sem hefði orðið á viðkomandi svæði ef ekkert hefði verið gert og að lokum þarf að viðhalda sannprófun meðan á verkefninu stendur. Eru staðlar þessir afar verðir, en hefur verkefnið fengið lof erlendis frá og vakið áhuga erlendra fjárfesta á nýskógrækt á Íslandi.

Kolefnisbrúin sett á fót

Skógræktin hefur rutt brautina til þessa. Stofnun Kolefnisbrúarinnar sameinar nú þetta hagsmunamál skógarbænda, kolefnisbindinguna, og í samvinnu við Bændasamtök Íslands er lagður enn meiri þungi á að gæta hagsmuna bænda sem hyggjast framleiða kolefniseiningar með skógrækt.

Hafa tilvonandi skógræktarbændur rekið sig á ýmsa þröskulda, t.a.m. kostnaðinn við nýskógrækt, auk þess sem undirbúningur kallar á sérhæfða þekkingu. Í framhaldinu þarf að fylgjast vel með framvindunni, mæla vöxt trjánna, votta og loks koma kolefniseiningunum á markað. Þetta er ferli sem er ekki á færi allra.

Ferli til framtíðar

Í samstarfi við bændur undirbýr Kolefnisbrúin ferlið og tekur þá til ýmissa þátta. Fyrst er land metið með tilliti til mögulegrar bindingar – gera þarf ræktunaráætlun fyrir svæðið. Í henni kemur meðal annars fram hvaða trjátegund hentar í hvaða landgerð, áætlað hversu vel þær muni vaxa og landið svo gróðursett. Nokkrum árum síðar er vöxtur ungu trjánna skoðaður og mældur. Ef allt gengur samkvæmt áætlun má votta mælingarnar og selja það kolefni sem bundið er í trjábolunum. Ein kolefniseining er skilgreind sem eitt tonn af kolefni í föstu formi, en fram kemur á vefsíðu Kolefnisbrúarinnar að „líkt og peningur er hver útgefin kolefniseining eins og ávísun á bundið kolefni í tilteknum skógi“.

Víst er að skógrækt á sér allar forsendur hérlendis. Kolefnisbrúin á sér þá sýn að bændur framtíðarinnar rækti matvöru í skjóli skóga og búi þannig betur er kemur að fæðuöryggi á Íslandi. Timburiðnaður muni dafna og sveitir landsins njóta góðs af í formi búsældarlegs landslags og fjölbreyttrar byggðar á ársgrundvelli um land allt.

Skylt efni: Skógrækt | skógarkolefni

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...