Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kolefnishlutleysi í kortunum?
Í deiglunni 26. september 2023

Kolefnishlutleysi í kortunum?

Höfundur: Þröstur Eysteinsson,  skógræktarstjóri.

Áform stjórnvalda um kolefnishlutleysi hérlendis árið 2040 hafa mætt nokkrum efa, þó umhverfis- og auðlindaráðherra telji skrefið afar mikilvægt og komi Íslandi m.a. í hóp framsæknari ríkja sem sett hafa slíkt markmið í löggjöf sína.

Um ræðir nýlegt hugtak í loftslagsumræðunni og felur í sér að eina leiðin til að draga úr alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga sé að draga úr losun eins hratt og hægt er á heimsvísu. Lýsir kolefnishlutleysi ástandi þar sem jafnvægi hefur náðst milli hraða losunar og bindingar af mannavöldum og nettólosun því engin.

Var frumvarpið lagt fram og samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar árið 2021 en helsta áskorunin er sú að draga þarf hratt úr losun og á meðan almenningur er almennt allur af vilja gerður til þess að leggja hönd á plóg mætti kynna betur þau skref sem og árangur þeirra skrefa sem hafa verið tekin. Hvað getum við gert betur og hvað gerum við næst?

Þröstur Eysteinsson, 
skógræktarstjóri.

Í samtali við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra kemur fram að betur má ef duga skal. Aðspurður hvort hann telji frumvarp kolefnishlutleysis árið 2040 vera raunhæft spyr hann á móti hvort gullverðlaun Íslendinga á Ólympíuleikunum séu raunhæf. Jú, ef tekin eru markviss skref til árangurs. Réttast væri að setja sér smærri markmið innan þessa markmiðs sem kolefnishlutleysið er og leggja á sig heilmikla vinnu. Og það er spurningin – erum við tilbúin í það? Erum við tilbúin sem þjóð að leggja það á okkur að ná því markmiði sem frumvarpið setur fram?

Rafvæðing bílaflotans þarf að ganga hraðar fyrir sig

Bendir Þröstur á að helst hafi verið talað fyrir rafvæðingu bílaflotans. Samkvæmt aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum árin 2021–2025 kemur fram að fjölgun vistvænna ökutækja hafi aukist þó nokkuð á undanförnum árum og á árinu 2019 voru um 18% nýskráðra bíla annaðhvort hreinir rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Enn fjölgi þó bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti á götum borgarinnar.

Ef draga á verulega úr losun frá umferð þarf vistvænum ökutækjum að fjölga mun hraðar á næstu árum og ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneytum að fækka á methraða á sama tíma. Þegar horft er til 2040 og markmiðsins um kolefnishlutleysi er ljóst að allir geirar þurfa að draga nánast alveg úr losun, þar með talið vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, myndunar úrgangs og vegna orkunotkunar.

„Þetta er auðvitað hluti þess sem við þurfum að líta til,“ segir Þröstur, en langt frá því að vera nóg.

Það er ekki nóg að segjast vilja vera kolefnishlutlaus árið 2040 heldur þurfum við kort þangað. Einhvers konar mælikvarða og millimarkmið sem koma okkur á leiðarenda auk þess sem gæta þarf þess hugsanaháttar að líta framhjá þeim skrefum sem þarf, til að takmarkið náist, í stað þess að „ætla bara að hafa náð því árið 2040“ – en of margir virðast telja þetta gerast sjálfkrafa.“

Er raunhæft að auka skógrækt?

Skógrækt er einn af þessum þáttum sem þarf að taka á og ég segi hiklaust já við þeirri spurningu – er raunhæft að auka skógrækt?“ segir Þröstur. Landsvæði sé nóg og nú eru æ fleiri einkaaðilar, fyrirtæki og einstaklingar að fara í skógrækt á sínum eigin jörðum. Þannig það er ekki aðallega ríkið sem er að auka skógrækt heldur einkageirinn.

„Það þarf að koma fram, því það er að gerast,“ heldur hann máli sínu áfram. „Einkageirinn kemur afar sterkur inn og okkur hjá Skógræktinni finnst það jákvætt. Það sem er ekki endilega jákvætt er að margir einskorða sig einungis við að rækta birki sem bindur ekki sérstaklega vel. Þetta er innlend tegund sem fólki finnst skipta máli, en það skiptir engu máli! Skilvirkni og góður árangur er það sem skiptir heldur máli og því má vel nota erlendar tegundir.“

Til umhugsunar

„Þegar upp er staðið er nóg land á Íslandi til skógræktar. En valfrjálsi markaðurinn er þannig að hægt er að selja kolefniseiningar og verðið á þeim þannig að það borgar sig að rækta skóg á Íslandi sem hægt er að fjármagna með sölu á kolefniseiningum. Þess vegna eru margir sem eru að fara í þetta.

En við vitum ekki hvernig þetta muni þróast. Munu fleiri og fleiri koma inn, munu fleiri stökkva á vagninn þegar fleiri einingar eru seldar?“

Skylt efni: Skógrækt

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...