Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Arnþór Helgi Hálfdánarson að glíma við laxinn sem tók langan tíma að landa. Addi gafst ekki upp og náði honum að lokum.
Arnþór Helgi Hálfdánarson að glíma við laxinn sem tók langan tíma að landa. Addi gafst ekki upp og náði honum að lokum.
Mynd / GB
Í deiglunni 16. ágúst 2017

Tveggja tíma barátta við fimm punda lax

Höfundur: Gunnar Bender
„Þetta var gaman en verulega erfitt, en fiskurinn flækti sig utan um steina og þetta var bara slagur“ sagði Arnþór Helgi Hálfdánarson sem var að koma úr Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum með sex laxa og þann stærsta í ánni  í sumar, 12,6 punda fisk.
 
En sá  síðasti og  minnsti hjá Adda var erfiðastur,  en hann tók í lóninu fyrir ofan mannvirkin í ósnum og flækti sig í grjótgarði fyrir neðan. Baráttan stóð yfir í tvo tíma en Addi gafst alls ekki upp og að lokum þegar minnkaði aðeins í lóninu, náði hann að landa laxinum fyrir neðan eftir mikla og langa baráttu.
 
„Já þessi var erfiður en aðstæður ekki mjög góðar þarna, þetta var langerfiðasti  fiskurinn en sá minnsti sem ég veiddi í ferðinni. Fékk alls  sex laxa og sá stærsti var 12,6 pund. Þetta er skemmtilegt en  veiðisvæðið þarna í Dölunum getur stundum verið erfitt,“ sagði Arnþór Helgi skömmu eftir að hann landaði laxinum erfiða í lóninu.
 
Hollið veiddi 16 laxa og 10 bleikjur, en mikið var að ganga af laxi í vatna-svæðið.
 
Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...