Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Við Norðurá í Borgarfirði fyrir nokkrum dögum, mikið vatn var í ánni en hún verður opnuð 4. júní.
Við Norðurá í Borgarfirði fyrir nokkrum dögum, mikið vatn var í ánni en hún verður opnuð 4. júní.
Mynd / G. Bender
Í deiglunni 9. maí 2019

Veiðimenn vonast eftir góðu sumri

Höfundur: Gunnar Bender

Vorveiðin hefur farið vel af stað þrátt fyrir misjafnt veðurfar á köflum í vor, sjóbirtingsveiðin hefur gengið ágætlega og veiðimenn hafa farið víða til veiða, allt frá Varmá í Hveragerði og austur á Kirkjubæjarklaustur.

„Við erum  komin með 24 fiska á stöngina á fyrstu vakt, 11 við brúna og 13 fyrir neðan garðinn,“ sagði Didi Carlsson, sem var á veiðislóðum við Klaustur. Hún var að renna fyrir fisk í Geirlandsá en veiðin hefur gengið vel þar, eins og víða þar um slóðir.

Skömmu áður var veiðimaður í Tungulæk og veiddi vel.  Tungulækur   hefur gefið á milli 600 og 700 fiska núna í vor. Nokkru innar á svæðinu var Selma Björk Ísabella Gunnarsdóttir að renna fyrir sjóbirting og fékk nokkra. Með henni var sjóbirtingsbaninn Ólafur Guðmundsson.

Það styttist í laxveiðina en fyrstu árnar verða opnaðar í júní. Reyndar byrjar Þjórsá aðeins fyrr og þar getur ýmislegt gerst þegar veiðimenn mæta á árbakkann. Veiðin í fyrra var frábær í Þjórsánni. 

„Maður byrjar í Langá á Mýrum, eins og venjulega, og það er alltaf ákveðin spenna fyrir þá opnun á hverju ári,“ segir Jógvan Hansen og var viss tónn í röddinni eins og oft vill verða hjá honum. – „En biðin styttist,“ segir Jógvan enn fremur.

Já. það er rétt, stóri laxinn fer að skríða upp Hvítá í Borgarfirði á allra næstu dögum, Norðurá verður opnuð 4. júní og þar var lítið að sjá fyrir skömmu, nema nokkra skógarþresti og eina og eina rjúpu við ána, laxinn var ekki mættur, enda heldur snemmt. Það vissu flestir, kannski ekki allir.

En hverning veiðin verður veit enginn, ekki einu sinni fiskifræðingarnir. En hún verður vonandi góð og smálaxinn kemur í bland við stærri laxinn. 

„Held að þetta verði bara gott sumar,“ segir Þröstur Elliðason. Vonandi rætist það enda eru veiðimenn að gera sig klára. 

„Ég held bara að þetta verði fínt sumar og ég ætla sjálfur að veiða á nokkrum stöðum eins og venjulega,“ segir Ingólfur Kolbeinsson verslunarmaður.

Skylt efni: Norðurá | vorveiði

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...