Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sandholt fékk gull árið 2014.
Sandholt fékk gull árið 2014.
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2019

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki

Höfundur: smh

Askurinn, Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, verður haldin 19.-21. nóvember næstkomandi.

Keppnin felur í sér að framleiðendur fá faglegt mat á gæði vörunnar og eru verðlaun veitt fyrir þær vörur er þykja skara fram úr. Gullverðlaunahafi er jafnframt Íslandsmeistari í viðkomandi flokki.

Keppni í matarhandverki var haldin í fyrsta sinn haustið 2014 í samstarfi Matís og Ný norræn matvæli (Ny Nordis Mad),  þar sem 110 vörur kepptu í átta matvöruflokkum frá öllum Norðurlöndunum.

Keppt er í 6 keppnisflokkum:

  • Mjólkurvörur
  • Kjöt
  • Fiskur & sjávarfang
  • Bakstur
  • Ber, ávextir og grænmeti
  • Nýsköpun í matarhandverki

Skráning í keppnina fer fram hér. Skráningu lýkur 4. nóvember. Hver þátttakandi má skrá eins margar vörur og hann vill í hvaða flokk sem er. Keppnisvörur skal afhenda ekki síðar en á hádegi 19. nóvember hjá Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík. Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23. nóvember kl 14:00.

Að keppninni stendur Matís ohf í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna á skráningarsíðu Asksins 2019.

Klaus Kretzer var sigursæll með pylsurnar sínar, gerðar úr ærkjöti, þegar keppnin var haldin síðast árið 2014.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...