Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir, bændur á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, með eitt af smærri lömbum sínum frá því í vor. Matthildur sagði það alltaf svolítið sárt að þurfa að láta frá sér lömb eins og þetta sem tekin hafa verið undan mæðrum sí
Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir, bændur á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, með eitt af smærri lömbum sínum frá því í vor. Matthildur sagði það alltaf svolítið sárt að þurfa að láta frá sér lömb eins og þetta sem tekin hafa verið undan mæðrum sí
Mynd / HKr.
Fréttir 10. september 2015

Jafnvænni dilkar af fjalli en í fyrra

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hrútfirðingar smöluðu um  fyrri helgi  í Hrútatungurétt og á svæði sem nær í vestur á hábungu Holtavörðuheiðar og í austur að Sléttafelli við mörk afréttalands Miðfirðinga, en það fylgir Tvídægrusvæðinu.
 
Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, sagði að göngur hafi gengið vel í bærilegu veðri og heimtur hafi verið ágætar. 
 
Það var fé af fimm til sex bæjum í Hrútafirði sem sótt var á heiðina um fyrri helgi. Bæir vestan Hrútafjarðar eiga ekki rétt á að senda fé á beit á heiðina, enda er það svæði lokað af  með sauðfjárveikivarnagirðingu. 
„Lömbin sem komin eru líta vel út og eru holdgóð og jafnari en ég átti von á. Ég átti von á smærri lömbum af fjalli eftir þetta kalda vor. Mér sýnist þau þvert á móti jafnbetri en í fyrra og hef trú á að þau verði vænni af þessu svæði en í fyrra.“ 
 
Gunnar ætlaði að smala heimalönd síðastliðinn þriðjudag en gengið verður á Hrútafjarðarháls og hálsa upp af Miðfirði síðustu helgina í september.  
 
Gunnar og eiginkonan Matthildur Hjálmarsdóttir bóndi voru með um 460 fjár á fóðrum síðastliðinn vetur auk nokkurra hrossa. Reikna þau með að ásetningin á komandi vetri verði svipuð. 
„Það fóru um 830 lömb lifandi frá okkur í sumar og af því fengum við hátt í 300 af heiðinni í fyrri viku. Meirihlutinn er svo hér á hálsunum og í heimalöndum.“ Reiknar Gunnar með að byrja að senda frá sér fé í sláturhúsið á Hvammstanga í næstu viku. 
 
Heyfengur sleppur til
 
Að sögn Gunnars var grassprettan í sumar mjög hæg vegna kulda. Eigi að síður telur hann að heyfengur sumarsins ætti að duga í vetur.
 
„Margir eru að slá há núna,“ sagði Gunnar þegar blaðamaður Bændablaðsins fór þangað í heimsókn í fyrri viku. Gunnar segir að bændur í kringum hann séu margir með þetta frá 300 og allt upp í um 800 fjár í þessu fjármesta landbúnaðarhéraði landsins. Búa þeir við mjög grösugt beitarland og á Þóroddsstöðum eru einnig stórir afgirtir heimahagar sem skipt er upp í beitarhólf.  
 
„Ég held að heyöflunin sleppi víðast hvar. Flestir áttu líka eftir eitthvað af heyjum síðan í fyrra, en þau eru þó allavega að gæðum. Sjálfsagt er líka búið að gefa skárri hlutann af því í vetur og vor.“
 
Gunnar segist því ekki telja að þeir verði margir sem lendi í vandræðum með fóður í vetur.  Hann sagði að grænfóðrið hafi líka sprottið mjög hægt í sumar, en nokkrir góðir dagar nú í byrjun hausts gæti þó lagað þar stöðuna talsvert. Þá sé heyið sem fengist hafi í sumar mun kjarnbetra en heyið í fyrra. 
 
– Sjá myndasyrpu úr Hrútatungurétt á bls.7 í nýju Bændablaði.
Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Lóu og spóa fækkar ört
Fréttir 10. apríl 2025

Lóu og spóa fækkar ört

Hljóðheimur íslenska sumarsins er að breytast því bæði lóum og spóum hefur fækka...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...