Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jakob Svavar Sigurðsson og hryssan Júlía frá Hamarsey hafa verið sigur­sæl á keppnisbrautinni undanfarin ár. Þau bættu við sig enn einum bikarnum með sigri í tölti auk þess sem Jakob stóð uppi sem sigurvegari Meist­aradeildarinnar í ár.
Jakob Svavar Sigurðsson og hryssan Júlía frá Hamarsey hafa verið sigur­sæl á keppnisbrautinni undanfarin ár. Þau bættu við sig enn einum bikarnum með sigri í tölti auk þess sem Jakob stóð uppi sem sigurvegari Meist­aradeildarinnar í ár.
Mynd / Louisa Hackl
Fréttir 15. apríl 2019

Jakob Svavar sigurvegari í fyrsta sinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Jakob Svavar Sigurðsson stóð uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum eftir æsispennandi lokamót sem fram fór í Fákaseli fimmtudaginn 4. apríl sl. Lið Hrímnis/Export hesta sigraði liðakeppni deildarinnar.
 
Reiðhöllin að Ingólfshvoli var full af áhorfendum á lokamóti Meistaradeildarinnar sem nú var haldin í 16. sinn. Keppt var í tölti og flugskeiði á lokamótinu og var ljóst eftir forkeppni í tölti að einvígið um bikarinn stæði milli Jakobs og Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur. 
 
Spennandi töltkeppni
 
Jakob tefldi fram reynsluboltanum Júlíu frá Hamarsey í töltkeppnina, en þau unnu greinina í fyrra ásamt því að vera ríkjandi Reykjavíkur- og Íslandsmeistarar í tölti. Hlutu þau hæstu einkunn í forkeppninni, 8,63.
 
Aðalheiður Anna mætti hins vegar til leiks með hæst dæmda klárhest í heimi, Kveik frá Stangarlæk 1, en þetta mun hafa verið hans fyrsta keppni. Frumraun þeirra vakti hrifningu meðal dómara og hlutu þau 8,07 fyrir fyrstu sýningu sína sem reyndist næsthæsta einkunnin.
 
Örugg framganga Jakobs og Júlíu í úrslitum leiddi til sigurs þeirra í greininni með 8,44 í lokaeinkunn en Aðalheiður Anna og Kveikur hlutu 8,22 og 2. sætið. 
 
Viðar Ingólfsson var í 3. sæti á hryssunni Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II. Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum urðu fjórðu, fimmta var Hulda Gústafsdóttir á Draupni frá Brautarholti og Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal lauk greininni í 6. sæti.
 
Vekringarnir geystu í gegnum Fáka­sel á örfáum sekúndum í keppni í flugskeiði. Hér má sjá Guðmund og Glúm sem urðu þar hlutskarpastir.
 
Ljóst var að aðeins örfá stig skildu þau Jakob Svavar og Aðalheiði Önnu að fyrir lokagrein deildarinnar, flugskeið. 
 
Þar þurfa keppendur að bruna gegnum reiðhöllina á fljúgandi skeiði og getur munað aðeins sekúndubrotum milli fyrsta og tíunda sætis. Jakob Svavar fór brautina á 6,06 sekúndum á Jarli frá Kílhrauni sem tryggði honum 10. sæti. Aðalheiður Anna og Ása frá Fremri-Gufudal voru örlítið fljótari, eða 6,02 sekúndur og endaði í 8. sæti greinarinnar. 
 
Fljótastir á fluguskeiði urðu hins vegar Guðmundur Friðrik Björgvinsson á Glúmi frá Þóroddsstöðum sem skutust í gegnum höllina á 5,73 sekúndum. Heimsmethafinn Konráð Valur Sveinsson á Kjark frá Árbæjarhjáleigu II varð annar á tímanum 5,76 og þriðji var Árni Björn Pálsson á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 5,79 sekúndur.
 
Bikarar á loft
 
Þegar öll stig höfðu verið reiknuð út var ljóst að aðeins 3,5 stig skildu að þau Jakob og Aðalheiði Önnu í einstaklingskeppninni. Jakob hampaði meistarabikarnum en þetta var í fyrsta sinn sem hann nær þessum áfanga.
 
Meistaradeildin er einnig keppni átta liða, sem hafa safnað sér inn stigum eftir sætaröðun í hverri grein. Lið Hrímnis/Export hesta stóðu efstir í ár með 360 stig. Liðið var skipað knöpunum Viðari Ingólfssyni, Hans Þór Hilmarssyni, Helgu Unu Björnsdóttur, Siguroddi Péturssyni og Þórarni Ragnarssyni.
 
Meistaradeildin í hestaíþróttum hefur verið haldin frá árinu 2001 og er ávallt kærkomið þjófstart á keppnisárinu sem mun ná hámarki á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín síðsumar. Deildin hefur frá upphafi notið vinsælda meðal áhorfenda og aðdáenda hestaíþróttanna og voru mótin í ár m.a. sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
 

5 myndir:

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...