Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jósúajukka hugsanleg fyrsta plantan til að hljóta vernd vegna hlýnunar jarða
Fréttir 15. október 2020

Jósúajukka hugsanleg fyrsta plantan til að hljóta vernd vegna hlýnunar jarða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jukkutegund sem varð heimsfræg eftir að hljómsveitin U2 nefndi plötu sína ári 1987 The Joshua Thee eftir henni gæti orðið fyrsta plantan í heimi til að hljóta sérstaka vernd vegna hækkandi lofthita og hlýnunar jarðar.

Tegundin sem kallast Yucca brevifolia vex villt í vestanverðri Kaliforníu og talið er að hún hafi komið á sjónarsviðið fyrir um 2,5 milljónum ár en nú er svo komið að talið er að tegundin muni deyja út verði ekkert gert til að bjarga henni.

Umhverfisverndar yfirvöld í Kaliforníu hafa samþykkt að veita tegundinni tímabundna vernd á meðan skoðað hvað verndunarkosti eru í stöðunni. Friðunin á meðal annars koma í veg fyrir að jósúajukkur verði feldar á sérstaks leyfis.

Þar sem jósúajukkur hafa aðlagast ákveðnu loftslagi og eyðimerkurjarðvegi í milljónir ára er hægara sagt en gert að grafa trén upp með rótum og flytja þau og spírunar prósenta fræjanna er lítil utan náttúrulegra heimkynna plöntunnar.

Spálíkan sínir að einungir 0,2% líkur eru á að þær jósúajukkur sem núna eru í þjóðgarði sem tileinkaður er tegundinni munu lifa áfram gangi spár um loftlagsbreytingar næstu ára eftir. Methiti mun hafa verið í garðinum á líðandi sumri og fjöldi planta auk jukkanna drepist auk þess sem gróðurelda hafa valdið miklum skemmdum á gróðri.

Þrátt fyrir bága stöðu tegundarinnar hafa samtök fjármagnseigenda og byggingaverktaka í Kaliforníu mótmælt friðun hennar harðlega og sagt að hún muni draga úr bygginga framkvæmdum og valda efnahagslegum skaða.