Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason.
Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason.
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 4. janúar 2022

Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir ráðin aðstoðarmenn landbúnaðarráðherra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kári hefur störf þann 10. janúar nk. en Iðunn hefur þegar hafið störf og fylgdi ráðherra úr heilbrigðisráðuneytinu.

Kári Gautason er fæddur á Akureyri árið 1989 og ólst upp á Grænalæk í Vopnafirði.

Kári er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann lauk BS prófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2013, og meistaragráðu í búvísindum með áherslu á erfðafræði frá Árósarháskóla árið 2017.

Kári starfaði sem bóndi árin 2013 - 2015 , ráðunautur í loðdýrarækt í hlutastarfi 2013-2017 og var framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2018-2020. Seinast starfaði Kári sem sérfræðingur og staðgengill framkvæmdastjóra hjá Bændasamtökum Íslands og sem stjórnarmaður í stjórn Byggðastofnunar. Hann lætur nú af þeim störfum til að gerast aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Í kjölfar kosninganna 2021 hlaut Kári sæti sem annar varaþingmaður VG í Norðausturkjördæmi.

Maki Kára er Gró Einarsdóttir, doktor í félagssálfræði, og saman eiga þau eina dóttur. 

Iðunn Garðarsdóttir hefur starfað sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra frá árinu 2017 og er nú aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn er fædd í Reykjavík árið 1989. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið, lauk BA prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013, BA prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2015 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2017. Iðunn starfaði sem lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Juris áður en hún hóf störf í heilbrigðisráðuneytinu.

Iðunn var virk í starfi Röskvu innan Háskóla Íslands, var formaður félagsins árin 2012-2013 og sat í Stúdentaráði og Háskólaráði fyrir hönd fylkingarinnar. Hún situr í málnefnd Háskóla Íslands.

Iðunn er í sambandi með Skúla Arnlaugssyni og saman eiga þau eina dóttur.

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...