Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Sveinn Rúnar Ragnarsson og Elín Aradóttir koma ný inn í stjórn í stað Vigdísar Häsler og Björns Halldórssonar.
Sveinn Rúnar er nýr stjórnarmaður en hann er sauðfjárbóndi í Akurnesi í Hornafirði og sat í stjórn búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands á árunum 2022 til 2024. Elín býr á Hólabaki í Húnavatnshreppi, þar sem rekið er kúabú.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er að fullu í eigu Bændasamtaka Íslands, en er með sjálfstæðan rekstur. Hún hóf starfsemi í byrjun árs 2013 eftir að samþykkt var á Búnaðarþingi 2012 að stefnt yrði að því að sameina ráðgjafarþjónustu búnaðarsambandanna og Bændasamtaka Íslands í eina rekstrareiningu.