Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, bindur vonir við að í nánustu framtíð muni bændur nýta kjötmjölið í meira mæli til áburðar – til að mynda með því að blanda því saman við kúamykju sem nýlegar rannsóknir hafi sýnt fram á að geti verið jafngóður áburður og sá tilbúni innflutti.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, bindur vonir við að í nánustu framtíð muni bændur nýta kjötmjölið í meira mæli til áburðar – til að mynda með því að blanda því saman við kúamykju sem nýlegar rannsóknir hafi sýnt fram á að geti verið jafngóður áburður og sá tilbúni innflutti.
Mynd / smh
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsluferlinu í verksmiðjunni þannig að kalki eða kalksaltpétri verður blandað saman við kjötmjölið sem á að gera það betur hæft til áburðarnotkunar í landbúnaði á Íslandi.

Í dag er kjötmjöl framleitt í verksmiðjunni úr dýraleifum og sláturúrgangi, sem mest er notað til landgræðslu.

Ekki lengur aukaafurð dýra

Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, segir að fyrirhugaðar séu breytingar á reglugerð þar sem gert sé ráð fyrir að leyfilegt verði að skilgreina kjötmjöl sem áburð með tilteknum skilyrðum um slíka íblöndun. Þannig hættir mjölið að vera flokkað sem aukaafurð dýra og uppfyllir skilyrði um að teljast til áburðar.

Hann segir hliðarafurð framleiðslunnar vera fitu sem nýtist sem orkugjafi í rekstri verksmiðjunnar auk þess sem hluti hennar sé seldur frá verksmiðjunni til lífdísilsframleiðslu. Hann segir að uppi séu stækkunaráform með það í huga að einnig verði hægt að vinna úr áhættuúrgangi í verksmiðjunni. Í dag er ekki heimilt að taka á móti heilum skrokkum af jórturdýrum.

Í Orkugerðinni í Flóanum er framleitt kjötmjöl.

Kvöðum aflétt af notkunarmöguleikum mjölsins

Hugmyndin er að gera vöruna að raunhæfum valkosti fyrir bændur, en með slíkri íblöndun verður aflétt þeim kvöðum sem nú hvíla á notkun á kjötmjölinu; að því verði að dreifa á ræktarlönd í síðasta lagi 1. desember ár hvert sé ætlunin að nytja þau næsta vor til beitar eða til fóðurframleiðslu.

Úrgangsmál í landbúnaði eru ofarlega á baugi þessi misseri en stjórnvöld hafa látið óátalið að dýraleifar séu urðaðar þrátt fyrir að slíkt sé bannað með lögum. Ólafur segir að kostnaðurinn við urðun dýraleifa og sláturúrgangs sé á bilinu 13 til 15 krónur á kílóið en hjá þeim kosti slík förgun 25 krónur á kílóið. Að mestu leyti kemur úrgangurinn sem berst Orkugerðinni frá kjötafurðastöðvum og kjötvinnslum á Suðurlandi sem eiga verksmiðjuna og hefur framleiðslan aukist talsvert á undanförnum árum vegna aukinna viðskipta við fleiri sláturhús og kjötvinnslur.

Á von á framleiðsluaukningu

Ólafur á von á því að magnið sem berst þeim til förgunar muni aukast jafnt og þétt eftir því sem stjórnvöld herði eftirlitið með förguninni og framfylgi þannig lögum.

Ólafur bindur vonir við að í nánustu framtíð muni bændur nýta kjötmjölið í meira mæli til áburðar – til að mynda með því að blanda því saman við kúamykju sem nýlegar rannsóknir hafi sýnt fram á að geti verið jafngóður áburður og sá tilbúni innflutti.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...