Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Karólína Elísabetardóttir.
Karólína Elísabetardóttir.
Mynd / Sigursteinn Bjarnason
Fréttir 22. janúar 2024

Karólína maður ársins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Héraðsfréttablaðið Feykir stóð fyrir kosningu á manni ársins á Norðurlandi vestra.

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð og frumkvöðull í riðurannsóknum í íslensku sauðfé, var valin með afgerandi kosningu.

Valið stóð á milli átta einstaklinga og voru 1.640 atkvæði sem bárust Feyki yfir jólin. Í byrjun nýs árs var tilkynnt að Karólína hefði hlotið fjörutíu og sjö prósent atkvæða. Sá sem lenti í öðru sæti hlaut fimmtán prósent atkvæða og hugur fólks í landshlutanum greinilega afdráttarlaus.

„Þetta fólk sem kaus mig hérna á Norðurlandi vestra endurspeglar bændasamfélagið sem var hér á landi í þúsund ár þegar svo gott sem allir Íslendingar voru bændur,“ segir Karólína. Að viðurkenningin komi frá þessu samfélagi sé meira virði en nokkur önnur viðurkenning gæti verið.

Náðu markmiðinu saman

„Það er yndislegt að fólk kann að meta þessa vinnu sem miðaði að því að finna nýja og jákvæða lausn á riðuveiki,“ segir Karólína. „Þessi viðurkenning sýnir mér að það erum í rauninni við öll, sauðfjárbændur og bændasamfélagið, sem náðum saman þessu markmiði.“

Ef þetta viðfangsefni skipti fólk ekki svo miklu máli þá hefði fólk ekki kosið hana. Karólína segist finna fyrir mikilli gleði vegna þessa stuðnings. „Það er ómetanlegt að vera hluti af samfélagi sem styður mann á svo sterkan hátt,“ segir hún og þessi viðurkenning sýni það svart á hvítu.

Lærum af öðrum löndum

„Grundvallaratriðið er að afla sér upplýsinga frá útlöndum en aðlaga þær að íslensum aðstæðum,“ segir Karólína og vísar til þess að í riðumálum var unnið í nánu samstarfi við erlenda vísindamenn. Samt hafi íslenski hópurinn farið sína leið, því umfram ARR hafa fundist séríslenskar arfgerðir sem veiti mögulega vernd gegn riðu.

Karólína bætir við að Íslendingar skuli horfa til útlanda og athuga hvað sé virkilega best fyrir okkur hér á landi í málefnum sem lúti að skógrækt, kornrækt, rafmagnsframleiðslu og mörgu fleira.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...