Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Finnbogi Þórarinsson (t.h.) hefur selt Kletti – sölu og þjónustu fyrirtæki sitt FS Mótor og gengið til liðs við hið fyrrnefnda. Aðalsteinn Jóhannsson hefur verið þjónustustjóri afl- og vinnuvéladeildar Kletts síðastliðin fjögur ár en hann segir mikinn fen
Finnbogi Þórarinsson (t.h.) hefur selt Kletti – sölu og þjónustu fyrirtæki sitt FS Mótor og gengið til liðs við hið fyrrnefnda. Aðalsteinn Jóhannsson hefur verið þjónustustjóri afl- og vinnuvéladeildar Kletts síðastliðin fjögur ár en hann segir mikinn fen
Mynd / Aðsent
Fréttir 19. ágúst 2020

Klettur – sala og þjónusta fær góðan liðstyrk

Höfundur: Ritstjórn
Klettur – sala og þjónusta ehf. festi nýverið kaup á starfsemi FS Mótor ehf. af Finnboga Þórarinssyni, stofnanda og eiganda fyrirtækisins, sem jafnframt hefur hafið störf á þjónustuverkstæði afl- og vinnu­véla­deildar Kletts.
 
Klettur, sem um árabil hefur verið leiðandi í sölu og þjónustu á vinnu­vélum, aflvélum í skip og báta og rafstöðvum, hyggst með þessu auka enn frekar við þjónustuframboð sitt. Finnbogi Þórarinsson er vel kunnur á þessu sviði, hann hefur frá því laust fyrir aldamót starfrækt FS Mótor og sérhæft sig í viðhaldi, viðgerðum og endurgerð skipa- og bátavéla. 
 
Að sögn Finnboga hefur hann í gegnum tíðina unnið mikið við CAT-vélar og ávallt átt mikið og gott samstarf við Klett sem og forvera fyrirtækisins, vélasvið Heklu. „Það er gott að hafa núna meira afl á bak við sig; neyðarþjónustu, sólarhringsvakt og aðgengi í lager auk þess sem það verður gott að losna við alla pappírsvinnu og þess háttar,“ sagði Finnbogi og kvaðst mjög ánægður með þessar breytingar á högum sínum.
 
Þjónustuverkstæði afl- og vinnu­véladeildar er með vakt allan sólarhringinn, deildin er mjög tæknivædd og sinnir m.a. bilanagreiningu gegnum fjargæslubúnað hjá 8–10 fiskiskipum. Þetta einfaldar bilanaleit og styttir verulega þann tíma sem skipin þurfa að staldra við í landi vegna viðhalds og viðgerða. Á bilinu 160–170 vinnuvélar eru einnig búnar tölvum sem þjónustuverkstæðið getur tekið yfir gegnum netið til eftirlits og greininga. Loks má nefna að afl- og vinnuvéladeild Kletts sinnir eftirliti og viðhaldi rafstöðva víða um land samkvæmt þjónustusamningum við sjúkrahús, Isavia, Mílu og fleiri aðila.
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...