Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kolefnislosun eykst frá fluginu
Fréttir 6. september 2021

Kolefnislosun eykst frá fluginu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Losun koltvísýringsígilda frá flugsamgöngum á öðrum ársfjórðungi 2021 var um 90 kílótonn samkvæmt bráðabirgða­bútreikningi. Þetta er aukning um 41,7% frá fyrsta fjórðungi ársins og 54,1% hærra gildi en á öðrum ársfjórðungi 2020 en sá árs­fjórðungur markast að mestu samgöngutakmörkunum í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins.

Losun á öðrum ársfjórðungi 2021 var 84% minni en losun á öðrum ársfjórðungi 2018 þegar losun frá flutningum með flugi var mest, eða 595 kílótonn.

Breytt staða í flugrekstri á Íslandi hefur áhrif

Samkvæmt vef Hagstofu Íslands hafa orðið miklar breytingar í losun koltvísýrings frá flugi, ekki síst vegna fækkunar íslenskra fyrirtækja í flugrekstri og samdráttar vegna yfirstandandi faraldurs. Losun reiknast eingöngu vegna reksturs íslenskra flugfélaga en ekki vegna flugs erlendra fyrirtækja.

Flugrekstur nær yfir bæði farþega- og fraktflug en það síðarnefnda varð fyrir minni áhrifum vegna faraldursins. Losunartölur fyrir 2021 reiknast út frá innflutningi á eldsneyti til landsins og eldsneytiskaupum íslenskra fyrirtækja erlendis. Eldsneyti sem selt er til erlendra flugrekstraraðila er áætlað út frá komutölum og dregið frá heildarsölu.

Skylt efni: Umhverfismál flug

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...