Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 18. ágúst 2020

Kórónasmituðum minkum verður ekki slátrað

Höfundur: ehg – landbrugsavisen.dk
Nýlega var þúsundum minka á þremur minkabúum á Norður-Jótlandi í Danmörku slátrað eftir að upp komst um kórónusmit á búunum. Nú hafa dönsk yfir­völd gefið út að hér eftir verði kórónasmituðum minkum ekki slátrað heldur verða starfsmenn búanna skyldaðir til að bera munnbindi við störf. 
 
Nýju reglurnar, sem taka gildi nú í júlí, þýða aukið vægi sjúkdómsvöktunar á dýrunum og að hindra smit. Nú verða allir starfsmenn minkabúa í landinu að bera munnbindi, hanska og nota sótthreinsispritt en með því minnka líkurnar á að smit berist. Allar heimsóknir á minkabú í landinu eru nú bannaðar. Einnig þurfa öll minkabú í Danmörku, sem eru um 1.200 talsins, að skila inn sýnum frá sínum búum í þrjár vikur. Hingað til hefur Matvælastofnun í landinu framkvæmt tilviljunarkenndar sýnatökur á tíunda hverju minkabúi í landinu svo nú verður aukið enn frekar í sýnatökuaðgerðir í landinu. Mælt hefur verið með því að eigendur og starfsmenn minkabúa í landinu fari reglulega í sýnatökur til að koma í veg fyrir og stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 
 
 
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...