Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kröfur vegna heyútflutnings til Noregs
Fréttir 3. ágúst 2018

Kröfur vegna heyútflutnings til Noregs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna mikilla þurrka í Noregi síðustu vikur er víða skortur á heyi og hafa Norðmenn því leitað til annarra landa, m.a. til Íslands vegna innflutnings á heyi. Slíkum innflutningi getur þó fylgt áhætta þar sem smitefni geta borist á milli dýra með þessum hætti.

Matvælastofnun hefur átt í viðræðum við systurstofnun sína í Noregi, Mattilsynet, til þess að fá úr því skorið hvaða kröfur íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til að geta flutt hey til Noregs.

Í frétt á heimasíðu Mast segir að heimilt sé að flytja hey til Noregs frá svæðum þar sem ekki eru í gildi höft vegna smitandi dýrasjúkdóma.

Eftirtalin svæði uppfylla ekki skilyrði til útflutnings:
Vegna riðu:
• Vatnsneshólf
• Húna- og Skagahólf
• Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða í Tröllaskagahólfi
• Skjálfandahólf að undanskildum Skútustaðahreppi, Engidal og Lundarbrekku og bæir þar fyrir sunnan
• Suðurfjarðahólf
• Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf
• Biskupstungnahólf
• Ölfus, Hveragerði og Árborg og Grafningur í Grímsnes og Grafningshreppi í Landnámshólfi


Upplýsingasíða Matvælastofnunar um varnarhólf


Vegna garnaveiki:

Bæir þar sem garnaveiki hefur greinst á undanförnum 10 árum

Þeir sem hyggjast flytja hey til Noregs skulu senda beiðni um heilbrigðisvottorð til Matvælastofnunar á netfangið utflutningur@mast.is. Matvælastofnun mun í kjölfarið senda þeim nánari leiðbeiningar og vottorðseyðublað til útfyllingar.

Á vef Mattilsynet kemur fram að það er innflytjandinn (í Noregi) sem er ábyrgur fyrir því að heyið feli ekki í sér áhættu fyrir dýr, menn eða plöntur; að það sé ræktað við aðstæður sem samræmast kröfum Evrópusambandslöggjafarinnar og að það mengist ekki við vinnslu, flutning og geymslu. Innflytjandinn skal taka tillit til áhættugreiningar norsku dýraheilbrigðisstofnunarinnar (Veterinærinstituttet).

Auk þess bendir Mattilsynet á að hey sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði feli í sér lágmarks smithættu:
• Hey frá svæðum þar sem lítið er um jórturdýr
• Hey frá svæðum þar sem húsdýraáburður var ekki notaður á framleiðsluárinu
• Hey frá svæðum þar sem sýnt hefur verið fram á að smitsjúkdómar sem tekið var tillit til í norsku áhættugreiningunni eru mjög óalgengir eða fyrirfinnast ekki
• Hey frá býlum þar sem gras er ekki slegið snöggt
• Hey sem ekki er mengað jarðvegi
• Vothey

Innflytjandinn í Noregi skal vera skráður hjá Mattilsynet sem fóðurinnflytjandi og skal skrá innflutninginn í Traces (kerfi sem heldur utan um innflutning dýra, dýraafurða og aukaafurða til Evrópu).

Hey sem flutt er frá Íslandi til Noregs skal flutt beint á skilgreindar landamærastöðvar í Noregi þar sem innflutningseftirlit fer fram. Um er að ræða eftirfarandi hafnir: Osló, Borg, Egersund, Måløy og Ålesund.

Heilbrigðisvottorð útgefið af Matvælastofnun skal fylgja hverri sendingu af heyi. Mögulega gæti verið óskað frekari gagna svo sem yfirlýsingu framleiðanda um að húsdýraáburður hafi ekki verið notaður á framleiðsluárinu.


Ítarefni
Upplýsingar á vef Mattilsynet
Listi Matvælastofnunar yfir garnaveikibæi
Upplýsingasíða Matvælastofnunar um varnarhólf
Listi Matvælastofnunar yfir riðubæi (riðuveiki 1998-2018)

 

Skylt efni: Mast | útflutning | hey | Noregur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...